
Fréttamolar
6. maí 2022
Mikilvægar dagsetningar framundan
09-10. maí - Matsdagar
24. maí - síðasti kennsludagur vorannar
24. maí - Baulan!
Lífleg og metnaðarfull landbúnaðarvika að baki
Það er búið að vera mjög gaman að fylgjst með félagslífi nemenda springa út eins og blóm í haga síðustu daga og mikið líf í skólanum fram á kvöld, einmitt eins og við viljum hafa þetta!
Það má þó auðvitað ekki gleyma því að námið verður að vera í fysta sæti þótt það sé gaman og mikið um að vera. Það er farið að líða mjög á vorönnina og enn eru rúmar tvær vikur eftir og nóg um vera í kennslustofunum!
MS sigurvegari Fyrirtækjasmiðjunnar 2022!
Það er ótrúlega ánægjulegt frá því að segja að eitt af liðum MS í Fyrirtækjasmiðjunni gerði sér lítið fyrir og sigraði! Haf vítamín mun því keppa fyrir hönd JA- Ungra frumkvöðla á Íslandi í Gen-E, Evrópukeppni ungra frumkvöðla, sem fer fram í Tallin í Eistlandi 12. - 14. júlí.
Gen-E keppnin er stærsti frumkvöðlaviðburður í Evrópu þar sem 41 þjóð tekur þátt. Hér er linkur á keppnina 2022 https://gen-e.eu/ . Framundan er því skemmtileg og krefjandi áskorun fyrir okkar menn!
Haf vítamín sköpuðu þeir (frá vinstri á mynd): Sigurður Einarsson, Ási Benjamínsson, Magnús Már Gunnlaugsson, Dagur Steinn Sveinbjörnsson, Jón Jökull Sigurjónsson og Rúnar Ingi Eysteinsson
Kennslukönnun opin á Innu
Könnunin birtist á forsíðu innu undir flipanum ,,Kannanir" þegar svæpað er niður.
Umhverfisfréttamenn MS standa sig vel!
Fjölmargir nemendur frá MS hafa tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni og skilað frábærri vinnu. Verður gaman að sjá hvort einhver þeirra kemst á verðlaunapall á föstudagin þegar bestu verkefnin fá viðurkenningu!
Hægt verður að fylgjast með á facebook:
Rannsóknarverkefni nemenda
Núna er hópur nemenda skólans að vinna að rannsóknarverkefnum og viljum við aðstoða þau við að fá þátttöku í könnunum. Það er mjög jákvætt að nemendur séu að gera rannsóknir og vonandi sjáið þið ykkur fært að styðja við bakið á þeim með þátttöku ykkar!
Hér er tengill á rannsókn um ,,álag og andlega líðan menntaskólanema":