
Fréttabréf Síðuskóla
9. bréf - maí- skólaárið 2022-2023
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Við viljum byrja á því að óska ykkur gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn! Nú er farið að síga á seinni hlutann á þessu skólaári og ýmislegt um að vera á þessum síðustu vikum.
Skólaslitin verða mánudaginn 5. júní, þau verða hér í skólanum fyrir 1.-9. bekk og 10. bekkur verður útskrifaður Glerárkirkju eins og við höfum gert. Við sendum nánara skipulag út þegar það liggur fyrir.
Við erum byrjuð að skipuleggja næsta skólaár og erum við að leggja lokahönd á ráðningamálin. Við erum að raða niður umsjónarkennurunum og munum við senda það út þegar það verður tilbúið. Við vorum með margar auglýsingar á vef bæjarins þar sem fjölga mun í skólanum á næsta skólaári. Núna í vor munu 24 nemendur útskrifast frá skólanum en í haust koma til okkar 49 nemendur í 1. bekk.
Nú fara að hefjast framkvæmdir við skólalóðina, sjá hér aftar í bréfinu.
Þeim sem hjóla í skólann fjölgar hratt þessa dagana og við hvetjum alla til að draga úr akstri einkabílsins þegar orðið er snjólaust og bjart. Við viljum ítreka það að allir nemendur á grunnskólaaldri eiga að nota hjálma.
Við vonum að allir séu klárir fyrir lokasprettinn á þessu skólaári.
Bestu kveðjur úr skólanum!
Ólöf, Malli og Helga
Þemadagar verða í skólanum 9.-12. maí þar sem viðfangsefnið er heilsa. Fyrstu tvo dagana verður unnið með þemað í hverjum árgangi fyrir sig og stundatöflu fylgt. 11. og 12. maí eru hins vegar uppbrotsdagar og þá lýkur kennslu kl. 13.15 hjá öllum árgöngum. Á uppbrotsdögum vinna 1.-6. bekkur saman og 7.-10. bekkur að fjölbreyttum verkefnum tengdum heilsunni.
UNICEF hlaupið
Á þemadögum verður haldið góðgerðahlaup UNICEF en hlaupið er fræðslu- og fjáröflunarverkefni þar sem íslenskum börnum gefst tækifæri á að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu safna fé fyrir starfi í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag hlaupsins verða sendar heim á næstu dögum.
Framkvæmdir á skólalóð hefjast 3. maí
Eins og fram kom í síðasta fréttabréfi verður skólalóð Síðuskóla endurnýjuð í sumar. Er um heilmiklar framkvæmdir að ræða og verður þetta mikil breyting til batnaðar fyrir nemendur skólans og allra þeirra sem munu njóta breytinganna.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist á skólalóðinni 3. maí en þá verður hluti lóðarinnar girtur af, byrjað verður þar sem körfuboltavöllurinn verður.
Mynd birt með fyrirvara um breytingar.
Upplestrarhátíð í 4. bekk
Þann 26. apríl sl. var Litla upplestrarhátíðin haldin hátíðleg hér í Síðuskóla. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur að vori. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk. Nemendur hafa æft undir handleiðslu kennara sinna og fluttu margs konar texta ýmist einstaklingslega eða í hóplestri. Það er stórt skref fyrir nemendur að standa fyrir framan hóp af fólki og lesa upp. Nemendur stóðu sig allir vel og erum við stolt af frammistöðu þeirra.
Fiðringur
Íþróttir á Bjargi
Síðuskóli tók þátt í Skólahreysti
Síðuskóli fékk Grænfánann afhentan í níunda skipti
Síðuskóli fékk Grænfánann afhentan í níunda skipti í dag við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans. Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri flutti ávarp og nemendur í umhverfisnefnd kynntu Samgöngusáttmála Síðuskóla sem gerður var í vetur. Nemendur í 4. bekk sungu lag og Síðuskólasöngurinn var sunginn. Í vetur var haldin myndasamkeppni til að hanna skilti fyrir bílastæði og sleppisvæði skólans. Tilgangurinn er að minna þá sem koma á bíl að slökkva á honum meðan beðið er við skólann. Tvær myndir voru valdar, skilti gerð og verða þau sett á bílastæði skólans á næstunni. Þessi skilti voru sýnd á hátíðinni í dag. Það var Rán Þórarinsdóttir, fulltrúi Landverndar, sem afhenti skólanum viðurkenningarskjal og umhverfisnefnd tók við Grænfánanum. Að lokum var fáninn dreginn að húni.
Reiðhjól og hjálmar
- Nemandi sem kemur hjólandi í skólann gerir það á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem meta færni barnsins og aðstæður á hjólaleiðinni. Skv. 44. grein umferðarlaga mega börn yngri en níu ára ekki hjóla á akbraut án leiðsagnar og eftirlits aðila sem hefur náð 15 ára aldri. Þar af leiðandi getur skólinn ekki mælt með að þeir nemendur komi á hjóli í skólann nema í fylgd fullorðinna.
- Samkvæmt umferðarlögum er börnum yngri en 16 ára skylt að nota reiðhjólahjálm.
Ákvörðun er foreldra og á ábyrgð þeirra.
Á döfinni
2. maí
5. bekkur - fræðsla um sjálfsmynd
3. maí
6. bekkur - Sultuplástur, heimsókn á Kristneshæli
4. maí
20.000 miða hrósmiðahátíð
9.-12. maí
Heilsudagar
9. maí
7. bekkur - grunnskólamót í frjálsum
10. maí
6. bekkur - grunnskólamót í frjálsum
11. maí
5. bekkur - grunnskólamót í frjálsum
12. maí
4. bekkur - grunnskólamót í frjálsum
19. maí
Skipulagsdagur - frí hjá nemendum
23. maí
Vorhátíð FOKS
24.-25. maí
10. bekkur - skólaferðalag