
Fræðslufundur MMS
Þjóðarsáttmáli um læsi
Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í leik- og grunnskólum Fjallabyggðar.
Ykkur er boðið til fræðslufundar fimmtudaginn 15. september kl. 18.30-19.30 í Tjarnarborg Ólafsfirði eða kl. 20:15-21:15 Ráðhúsinu, Siglufirði.
Stutt umfjöllun um Þjóðarsáttmálann, undirskrift sveitarfélagsins sl. haust og þá vinnu sem farin er að stað í sveitarfélaginu um eflingu læsis.
Fulltrúar frá Læsisteymi Menntamálastofnunar munu þá m.a. fjalla um:
. Grunnþætti læsis
. Aðferðir til að efla orðaforða og lesskilning.
. Hvað er læsi og að geta lesið sér til gagns.
. Þróun læsis frá upphafi leikskóla til loka grunnskóla.
. Hagnýt ráð til foreldra um hvernig þeir geti stuðlað að farsælu læsisnámi barna sinna.