
Fréttamolar úr MS
3. desember 2021
Félagslífið - hvað er framundan?
- 6. desember - Jólasveinninn kíkir í heimsókn í hádeginu. Skreytingar um kvöldið.
- 7. desember - Jólapeysudagur. Kósíkvöld um kvöldið.
- 8. desember - Jólahúfur og piparkökukappát í hádeginu.
- 9. desember - Jólakveðja á sleikjó.
- 10. desember - Sleikjódreifing og ís í hádeginu.
Skóladagatalið - hvað er framundan?
17. desember - Matsdagur
20. desember - Matsdagur
21. desember - jólaleyfi hefst 🎄
4. janúar - kennsla hefst að loknu jólaleyfi
Sóttkví og einangrun - leiðbeiningar
Mikilvægt er að tilkynna veikindi í Innu ef um sóttkví eða einangrun er að ræða og skrifa í athugasemd sóttkví eða einangrun eftir því sem við á.
Nýtið svo Námsnetið til að fylgja eftir í náminu ef heilsa leyfir.
Brautskráning 27. nóvember 2021
Tveir nemendur voru útskrifaðir af náttúrufræðibraut annar af líffræði- og efnafræðilínu og hinn af eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Sjö nemendur voru útskrifaðir af félagsfræðabraut fimm af félagsfræði- og sögulínu og tveir af hagfræði- og stærðfræðilínu. Þetta er glæsilegur hópur þar sem hver og einn getur sannarlega verið stoltur yfir árangrinum og þessum merka áfanga í lífinu.
Sindri Gils flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og Ísold Vilberg flutti nokkur lög og var athöfnin samtímis hátíðleg og notaleg.
Hádegisfjör og Pöbbkviss í síðustu viku
Viðburðirnir heppnuðust vel og frábært að sjá hvernig nemendur finna lausnir þegar samkomutakmarkanir þrengja að þeim. Í stað þess að fella alla dagskrána út var þessum viðburðum haldið til streitu með því að nýta möguleika á hraðprófum.
Vel gert!
PubbKviss
Fjör með Palla
Minnum á grímunotkun
Grímurnar er aðgengilegar við innganga skólans og þær þarf að nota rétt.
Hjálpumst að, notum grímur, handþvott og spritt og komum í veg fyrir dreifingu smita innan skólans. Við getum þetta saman!
Ókeypis námskeið í heimildamyndagerð
„IceDocs, alþjóðleg heimildamyndahátíð á Akranesi, heldur námskeið í heimildarmyndagerð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-18 ára.
Farið verður yfir grunnatriði er snúa að gerð heimildarmynda, tæknileg atriði, leit að efni, handritagerð, sjónarhorn og leikstjórn.
Námskeiðið er öllum opið, óháð reynslu af kvikmyndagerð, en nauðsynlegt er að sækja um. Námskeiðið er ókeypis og fer það fram í Hinu húsinu eftirfarandi helgar: 8.-9. janúar, 5.-6, febrúar, 5.-6. mars og 2.-3, febrúar. Athugið að dagsetningar breyst.
Sótt er um hér: https://forms.gle/f7fWnfR8ojosMeVA7“
Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegna verða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein, hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka.
Páll Skúlason