
Fréttabréf Kópavogsskóla
febrúar 2020
Öskudagur
Auglýsing Öskudagsnefndar foreldrafélagsins er svohljóðandi:
,,Kæru nágrannar.
Nú líður að Öskudegi og okkur í Foreldrafélagi Kópavogsskóla langar að leyfa yngstu krökkunum í skólanum að ganga í hús, syngja og fá eitthvað í staðinn, t.d. popp, nammi, smákökur eða hvað eina. Hugmyndin er að setja þetta blað [sem verður sent inn á öll heimili í hverfinu] á áberandi stað út í glugga sem sést frá götu, ef þið viljið taka á móti þeim, frá klukkan 16 30 til kl 18 30 á Öskudaginn 26. febrúar. Taka svo bara blaðið niður ef allt er búið. Þetta er gert eftir dægradvalatíma í skólanum .
Með fyrirfram þökk, og von um samstarf.
Kær kveðja
Foreldrafélag Kópavogsskóla og Öskudagsnefnd."
Viðburðir í skólastarfinu
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn
Flest börn og unglingar eru í dag með sjallsíma sem eru mjög öflugar tölvur. Það er mikilvægt að kenna þeim að fara með þau tæki því mynd eða hljóð/myndupptaka sem er gerð er stundum sett á netið án umhugsunar og það hefur haft veruleg óþægindi í för með sér. Því biðjum við ykkur foreldrar góðir að ræða reglulega við börn ykkar um notkun miðlanna, hvað má og má ekki, og það er ekki síður mikilvægt en að kenna þeim það en að kenna þeim að fara yfir götu á gangbraut. Setjið börnunum reglur um myndatökur á símana sína og kennið þeim að virða það ef einhverjir vilji ekki láta taka myndir af sér.
Á vefnum heilsuvera.is eru frábærar leiðbeingar um ýmislegt er varðar netnotkun og hvað þarf að hafa í huga. Bendi sérstaklega á það sem heitir ,,Skjarinn og börnin" og veggspjöldin sem þar er vísað til. Set beina tengla á veggspjöldin hér fyrir neðan til hægðarauka:
Þar er líka að finna upplýsingar um ,,Tölvuleikjaröskun" sem gott er að kynna sér og ræða við börnin.
Samræmd próf - framtíðarstefna
- Matsferill Þróað verði heildstætt safn matstækja í mörgum námsgreinum undir yfirheitinu matsferill sem komi í stað samræmdra könnunarprófa eins og þau eru í núverandi mynd. Áhersla verði á fjölbreytt, stutt, hnitmiðuð, rafræn próf og verkefni og valfrelsi skóla til að nýta sér þau, með þeim takmörkunum þó að skólum beri skylda til að leggja fyrir tiltekin próf í íslensku og stærðfræði. Námsmat verði leiðbeinandi og komi sem best til móts við fjölbreytta kennsluhætti þar sem áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám og leiðsagnarmat með markvissar umbætur að leiðarljósi.
- Samráðshópur Myndaður verði samráðshópur um framkvæmd og fyrirkomulag nýs matsferils og hafi hópurinn einkum það hlutverk að rýna og koma með athugasemdir eða tillögur til breytinga á þróun, ferli og fyrirkomulagi allra prófa og verkefna í matsferlinum.
- Prófagluggi Gefinn verði kostur á sveigjanlegri fyrirlögn prófa í matsferlinum. Hugtakið opinn prófagluggi hefur verið notað í því samhengi. Slíkur sveigjanleiki er til þess fallinn að dreifa og draga úr álagi, bæði á matsstofnun og skólastarfið sjálft.
- Starfsþróun kennara Til að tryggja sem best umbætur í kjölfar mats verði áhersla lögð á ráðgjöf og leiðsögn. Í því sambandi verði veittur öflugur stuðningur við starfsþróun kennara og stjórnenda sem auki hæfni þeirra til að nýta niðurstöður námsmats.
- Birting niðurstaðna Birting niðurstaðna úr matsferlinum taki fyrst og fremst mið af þörfum nemenda. Aðgangur að niðurstöðum verði vel skilgreindur og miðað við að hann nýtist í umbótaskyni. Hver skóli hafi fullan aðgang að eigin niðurstöðum, hvert sveitarfélag að niðurstöðum sinna skóla og ráðuneyti að þeim niðurstöðum sem það telur sig þurfa um skólakerfið í heild.
- Námsmatsrammi Skilgreindur verði námsmatsrammi sem veiti ítarlegar upplýsingar um markmið og hlutverk alls skipulagðs námsmats á mismunandi skólastigum. Með því móti deili allir sömu sýn á tilgang námsmats og tímasetningar þess, birtingu niðurstaðna og í hvaða röð ólíkir námsþættir eru kannaðir.
Næsta skref er að tillögur hópsins verða rædda í ráðuneytinu og endanleg ákvörðun tekin um framhaldið.
Mentor - handbók foreldra
Traðarreitur eystri
Vetrarleyfi skólaárið 2020-2021
- mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. október 2020
- fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. febrúar 2021