
Fréttamolar
22. apríl 2022
Mikilvægar dagsetningar framundan
23. apríl - Lokasýning Thalíu **** örfá sæti laus ****
24. apríl - Stóri plokkdaguirnn!
25. apríl - Umhverfisvikan hefst í MS
27. apríl - Forsætisráðherra kemur og afhendir MS grænfánann!
03. maí - Baulan
04. maí - Landó
09-10. maí - Matsdagar
Gleðilegt sumar!
Nú er apríl langt genginn og ekki laust við að sumarfiðringurinn sé farinn að láta fyrir sér finna í skólastarfinu. Sem fyrr er nóg um að vera í skólanum, umhverfisvika í næstu viku og styttist óðum í hina víðfrægu landbúnaðarviku í byrjun maí. Námið gengur vel hjá nemendum og nú er mikilvægt að halda vel á spöðunum og vinna af krafti það sem eftir lifir annar. Sólin hækkar nú hratt á lofti og fyllir okkur af bjartsýni og orku sem mikilvægt er að beina í góðan farveg og takast brosandi á við þau skemmtilegu verkefni sem bíða okkar á næstu vikum!
Umhverfisvika í MS 25-29. apríl!
Fyrsti dagur vikunnar, 25. apríl, er einmitt Dagur umhverfisins svo það er vel viðeigandi að tileinka þessari viku umhverfismálum.
Leitast verður við að tengja kennsluna í ólíkum áföngum við umhverfistengd málefni þannig að nemendur sjái sem flestar hliðar á þessum mikilvæga málaflokki!
Það verður fataskiptamarkaður í Andholti og hvetjum við ykkur öll til að mæta með heil og hrein föt á markaðinn og taka föt að vild 🙂
Rúsínan í pylsuendanum er grænfánaafhending sem fer fram í Holti miðvikudaginn 27. apríl kl. 12:10, nefndin hefur unnið að því hörðum höndum í allan vetur að fá fánann afhentan. Þetta er því mikill hátíðardagur og viðeigandi að fá fyrrum ármann SMS og núverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur hingað í skólann til að afhenda fánann!
Leiksýning Thalíu fær góða dóma!
Það er einstaklega ánægjulegt að SMS hafi tekist eftir langa bið að koma leiksýningu á fjalirnar! Uppselt hefur verið á allar sýningar síðustu daga og hefur uppfærslan hlotið einróma lof gagnrýnenda! Aukasýning er komin í sölu á tix.is og eru enn einhverjir miðar eftir. Sýningin er full af gleði, söng og dansi og hafa yngstu gestirnir ekki síður gaman af en þeir eldri!
Verum breytingin! Förum út að plokka á sunnudaginn!
Viljum við sjá svona í kringum skólann okkar?