
Páskakveðja
Apríl 2020
Ágætu nemendur, foreldrar og forráðamenn
Megi dagarnir framundan færa ykkur gæfu og gleði. Nú njótum við nærumhverfis og ferðumst helst innanhúss. Þó að snjói í þessum rituðu orðum þá styttir upp um síðir:-)
Skólastarf hefst að loknu páskafríi þriðjudaginn 14. apríl og verður með sama sniði og nú er. Þess má geta að öllum nemendum í 1. - 7. bekk er heimilt að mæta í skólann eftir páskafrí skv. skipulaginu sem er í gildi. Nemendur í 8. - 10. bekk fá áfram fjarkennslu.
Könnun er varðar mætingu nemenda eftir páskafrí verður send með tölvupósti í kringum næstu helgi.
Starfsfólk Brekkuskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska
Þó að bjáti eitthvað á
Ei skal gráta og trega
Lifðu kátur líka þá
En lifðu mátulega
Óþekktur höfundur
Hafðu samband
Email: brekkuskoli@brekkuskoli.is
Website: brekkuskoli.is
Location: v. Skólastíg
Phone: +354 462 2525
Facebook: https://www.facebook.com/brekkuskoli.is/