

Hvalrekinn
9. desember 2022
Jólakveðja frá starfsfólki
Við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleði- og hamingjuríkra jóla.
Megi gæfa og góð heilsa umvefja ykkur um hátíðina og á nýju ári.
Með kærleikskveðju,
Stjórnendur og starfsfólk Hvaleyrarskóla.
Miðvikudagurinn 14. desember
- Jólapeysudagur - bæði starfsmenn og nemendur eru hvattir til að koma í jólapeysu.
- Jólamatur hjá Skólamat.
Litlu-jólin þriðjudaginn 20. desember
Nemendur mæta sem hér segir:
- Kl. 8:20 - 10:30, nemendur í 1. og 2. bekk
- Kl. 9:00 - 11:00, nemendur í 3. og 4. bekk
- Kl. 9:50 - 11:50 nemendur í 5., 6. og 7. bekk
- Kl. 9:15 - 11:15 nemendur í 8., 9. og 10. bekk
- Gæsla verður fyrir þá nemendur í 3. og 4. bekk sem þurfa frá kl. 8:20 - 9:00.
- Þeir nemendur sem eru skráðir í Holtasel geta farið í Holtasel að lokinni dagskrá með umsjónarkennara.
- Athugið að það er ekki hádegismatur þennan dag og mikilvægt að nemendur er fara í Holtasel komi með hádegisnesti. Það verður síðan síðdegishressing.
Öðruvísi jóladagatal hjá nemendum í yngstu deild
Nemendur í yngstu deild taka þátt í Öðruvísi jóladagatali sem er á vegum SOS barnaþorpa. Þetta er fimmta árið í röð sem við tökum þátt en í fyrra safnaðist xxx þúsund krónur sem fóru í að styrkja nýtt fjölskyldueflingarverkefni SOS barnaþorpana í Malaví í ár verður áfram safnað í fjölskylduverkefnið. Tilgangurinn með fjölskyldueflingunni er að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fötum.
Jóladagatalið gengur út á það að á hverjum degi sjá nemendur myndbönd frá ólíkum löndum í heiminum.
Í ár ætlum við að heimsækja Armeníu, Eþíópíu, Víetnam, Perú, Fílabeinsströndina, Makedóníu, Tansaníu, Nepal og Marokkó. Hverjum degi fylgja umræðupunktar til að nemendur geti rætt saman um efni dagsins og einnig verður hægt að vinna ýmis verkefni í tengslum við hvern dag.
Kennsla hefst að loknu jólafríi samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar 2023
Á döfinni í janúar 2023
Kennsla hefst þriðjudaginn 3. janúar
Lesferill – allir nemendur prófaðir í 1. – 10. bekk
Orðarún – nemendur í 3. – 8. bekk prófaðir
Logos skimun, jan – feb. nemendur í 3. bekk
Valgreinar vorannar hefjast 16. janúar
Námsviðtöl föstudaginn 3. febrúar
Ævar rithöfundur í heimsókn
Ævar Þór Benediktsson vísindamaður komu til okkar miðvikudaginn 30. nóvember og las upp úr bók sinni Drengurinn með ljáinn. Ævar las fyrir nemendur á mið- og unglingastigi.
Hann færði einnig nemendum bókarmerki sem þau gátu sótt á bókasafnið daginn eftir.
Piparkökumálun foreldrafélagsins
Sunnudaginn 4. desember hélt foreldrafélagið piparkökudag með piparkökumálun á sal skólans. Málunin stóð frá kl. 11:00 til 13:00. Viðburðurinn var fyrir nemendur úr öllum bekkjum skólans ásamt fjölskyldum.
Foreldrafélagið bauð upp á piparkökur og glassúr. Einhverjir mættu með sitt eigið kökuskraut.
Þá var 10. bekkur með fjáröflun fyrir ferð þeirra til Danmerkur í vor. Þau seldu kaffi, kakó og vöfflur. Mætingin var mjög góð og það góð að nemendur seldu upp allt það sem þau ætluðu að selja.
Það var ánægjulegt að loksins gat foreldrafélagið haldið viðburð þar sem allir gátu komið. Mjög góð mæting var af nemendum og foreldrum.
Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember. Þann dag lukum við lestrarspretti sem staðið hafi í nokkrar vikur áður. Nemendur lásu sem aldrei fyrr og á hverri deild fylltu nemendur út í hvali eftir því hvað þau höfðu lesið mikið.
Í hádeginu miðvikudaginn 16. nóvember söfnuðust allir nemendur síðan saman á sal skólans þar sem við lögðum áherslu á mikilvægi lesturs. Einnig færði stjórn foreldrafélags Hvaleyrarskóla skólanum að gjöf nýútkomna bók Á Sporbaug en bókin er safn nýyrði eftir Jónas Hallgrímsson. Færum við stjórn foreldrafélagsins bestur þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
Því næst sungu allir lagið Á íslensku má alltaf finna svar og síðan skólasönginn. Þetta var einstök stund.
Þegar viðburðinum í salnum lauk héldu allir nemendur í sínar heimastofur og beið þeirra þar kökubiti og mjólk sem MS gaf í tilefni dagsins.
Bekkjartenglar geta sótt um styrk fyrir viðburðum
Eins og undanfarin ár hefur Foreldrafélag Hvaleyraskóla ákveðið að styrkja bekkjartengla í 1. - 5. bekk um hámark 10.000 kr. á önn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með bekkjunum. Fyrirkomulagið er þannig að kvittanir fyrir útlögðum kostnaði auk samantektar á heildarkostnaði er send á póstfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@hvaleyrarskoli.is). Þar sem fram þarf að koma er; nafn bekkjar og tilefni (hvað var gert með bekknum) og nafn, kennitala og bankaupplýsingar bekkjartengils. Foreldrafélagið endurgreiða útlagðan kostnað eftir um viku.
Þess má geta að enn vantar bekkjartengla í nokkra bekki. Þeir sem hafa áhuga sendið póst á Kristin skólastjóra eða Lisu formann foreldrafélagsins. Það er mikilvægt að efla starfið í foreldrafélaginu og í kringum börn okkar.
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/