
Menntabúðir vor 2016
UT í námi og kennslu
Fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 16:15-18:15
Á vormisseri 2016 verða haldnar fernar Menntabúðir, þær fyrstu fara fram Fimmtudaginn 3. mars kl. 16:15-18:15 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Hverjar búðir hafa ákveðið þema og að þessu sinni er þemað "Skýjalausnir og tæknidót".
Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: http://goo.gl/forms/yATmHc6kV9
Takið einnig frá dagana:
17. mars Falla því miður niður
7. apríl Forritun - hvað virkar og hvernig? og Ný smáforrit og UT-verkfæri - Leiðir til að nýta þau í kennslu,
20. apríl Bland í poka, hæfniviðmið, námsmat, upptökur, samfélagsmiðlar, efnisveitur...
Með því að smella á dagsetningarnar getur þú skráð þig.
Menntabúðir (e. EduCamp) er nýstárleg aðferð til starfsþróunar sem við höfum aðlagað að okkar aðstæðum og haldið undanfarin 3 ár. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. (Sjá myndskeið neðst á síðunni).
Umfjöllunarefnið er opið, þátttakendur geta komið með uppástungur en einng hefur veirð vinsælt að koma "vandamál" og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.
Dagskráin er enn í mótun og birtist hér fyrir neðan í smá skömmtum.
- Google Classroom í Kópavogi
- Kynning frá Kvennaskólanum
- Office 365 í Háskóla Íslands
- Bekkjarblogg og smásögukeppnir
- e-portfolio, nemendaverkefni og Mahara kerfið kynnt. Dr. Debra Hoven frá Athabasca University
- Mikið af tæknidóti verður til sýnis, t.d. Augmented reality bækur, Makey Makey, Osmo, Google Cardboard, Little bits, Bloxels, þrívíddarpenna o.fl.
Samstarfsaðilar: UT-torg, Reykjavíkurborg, Menntamiðja, Rannum, Menntasmiðja.
Menntabúðir Skýjalausnir og tæknidót
Thursday, Mar 3, 2016, 04:15 PM
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið, Stakkahlíð, Reykjavik, Capital Region, Iceland
UT-torg - Menntamiðja
Email: bjarjons@gmail.com
Website: http://uttorg.menntamidja.is
Phone: 8630535
Facebook: https://www.facebook.com/pages/UT-torg/173085796204552?ref=bookmarks
Twitter: @UT_torg