
Fréttabréf Kópavogsskóla
Desember 2022
Jólakveðja
Starfsfólk Kópavogsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Kakó og jólalestur
Piparkökumálun og kakó var á sínum stað í skólanum og lásu nemendur 7. bekkjar jólasögur fyrir nemendur í yngri bekkjum skólans. Jólaföndur, hurðaskreytingar og allt þetta hefðbundna jólastúss tók sinn tíma og er skólinn nú vel skreyttur.
Námsver Kópavogsskóla
Nemendur í námsverinu hafa nýtt desembermánuð í föndur, ferðir og ýmislegt jólastúss auk hins hefðbundna náms. Nemendur fóru í bæjarferð í miðbæ Reykjavíkur og nutu lífsins.
Samsöngur á sal og jólamatur
Fimmtudaginn 15. desember var foreldrum boðið að taka þátt í söng á sal hjá nemendum í 1.-7. bekk. Fjölmargir foreldrar komu og sungu jólalög með nemendum og var mikil gleði í hópnum.
Föstudaginn 16. desember var jólamatur og ís í matinn. Salurinn var lýstur upp með jólaljósum og arinn eldur settur á sýningartjaldið. Notaleg stund í lok vikunnar fyrir starfsfólk og nemendur skólans.
Jólaböll
Að venju voru haldin þrjú jólböll fyrir nemendur Kópavogsskóla. eitt fyrir unglingastig, eitt fyrir miðstig og eitt fyrir yngsta stig. Að loknu jólaballi fóru nemendur í jólafrí og mæta síðan aftur í skólann samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 4. janúar.