
Sögur úr sveitinni
Kynningarkvöld þriðjudaginn 24. okt. kl. 20
Kynningarkvöld
Þriðjudagskvöldið 24. október kl. 20:00 verða lokaverkefni nemenda sem voru í 10. bekk Þelamerkurskóla á síðasta skólaári kynnt og síðan verða þau afhent ritnefnd Heimaslóðar og stjórn Sögufélags Hörgdæla. Kynningin og afhendingin fara fram í Þelamerkurskóla.
Lokaverkefnin unnu nemendur síðast liðið vor. Nemendur tóku viðtöl við fjóra heiðursborgara í Hörgársveit og að rituðu æviágrip þeirra. Æviágripin verða birt í næsta tölublaði Heimaslóðar sem kemur út í apríl á næsta ári.
Boðið verður uppá kaffi og kleinur að kynningu lokinni og spjallað um verkefnin og framhald vinnunnar og samstarfs Sögufélags Hörgársveitar og Þelamerkurskóla.
Allir eru velkomnir á kynninguna.