
Fréttamolar úr MS
11. nóvember 2022 - annarlok!
- Mánudagur 14. nóvember: matsdagur - sjá dagskrá matsdaga hér.
- Þriðjudagur 15. nóvember: matsdagur
- Nemendur geta gert ráð fyrir því að vera kallaðir í sjúkrapróf eða önnur verkefni á matsdögum.
- Miðvikudagur 16. nóvember: Einkunnir birtast í Innu kl. 20:00
- Fimmtudagur 17. nóvember: Námsmatssýning í MS kl. 11:30 - 12:00 þar sem nemendum gefst kostur á að hitta kennara sína og skoða námsmat.
- Þriðjudagur 22. nóvember: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á vetrarönn - ATH ný stundatafla birtist í Innu á 21. nóvember.
- 22.-25. nóvember: Jafnréttisvika í MS!
- Laugardagur 26. nóvember: Útskrift haustannar.
Kennsla hefst á vetrarönn 22. nóvember ☺️
Jafnréttisvika í MS 22. - 25. nóvember
Vetrarönn hefst með jafnréttisviku dagana 22. - 25. nóvember. Í vikunni verður ýmislegt á dagskrá tengt jafnrétti og má þar nefna spennandi fræðslu frá Sólborgu (@favitar) og Þorsteini (@karlmennskan) miðvikudaginn 23. nóvember. Nánari dagskrá er væntanleg.
Hækkun skólafélagsgjalda
Frá og með vetrarönn hækkar félagsgjald í skólafélagið um 1000 krónur og verður því 4500 krónur á önn í stað 3500 króna áður. Ákvörðun um hækkunina var tekin í skólaráði í kjölfar beiðni frá nemendum.
Rök nemenda fyrir hækkun voru m.a. verðbólga og verðhækkanir en sérstaklega vilji þeirra til að efla fjölbreyttara félagslíf, styðja betur við leikfélagið, Gettu betur og Morfís svo eitthvað sé nefnt.
Stjórn skólafélagsins hefur staðið sig afar vel síðan þau tóku við stjórnartaumunum í vor, félagslífið hefur verið í blóma og nemendur hafa átt frumkvæði að ýmsum skemmtilegum uppákomum.
Skólafélagsgjaldið er innheimt með innritunargjöldum vetrarannar sem hafa nú borist í heimabanka nemenda / forsjárfólks nemenda yngri en 18 ára.
Aðalfundur foreldraráðs
Aðalfundur foreldraráðs fer fram í Holti, matsal MS, þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi kl. 17. Allir foreldrar MS-inga hvattir til að mæta og bjóða sig fram til setu í foreldraráði. Dagskrá nánar auglýst síðar - við minnum á Facebook hóp foreldraráðs.