
Delta Kappa Gamma á Íslandi
Félag kvenna í fræðslustörfum
Fréttabréf forseta í lok mars 2019
Þetta er annað fréttabréfið í marsmánuði og kemur það meðal annars til vegna boðunar landssambandsþings. Þingið verður haldið þann 4. maí í Kvennaskólanum í Reykjavík. Húsið verður opnað kl.9:30 og þá verður boðið upp á kaffisopa og formleg dagskrá hefst svo klukkan 10:00. Á framkvæmdaráðsfundi í haust vorum við sammála um að þar sem við erum með okkar stóru ráðstefnu í sumar, sem skapar DKG konum á Íslandi gott tækifæri til að taka þátt í alþjóðlega starfinu án þess að kosta mjög miklu til, myndum við hafa landssambandsþingið heldur minna í sniðum en venjan er og þess vegna stendur þingið aðeins í einn dag að þessu sinni.
Lífsins vegur- leiðsögn og nám
Landssambandsþing 2019
Yfirskrift þingsins er lýsandi fyrir það starf sem fram fer í DKG þar sem við bæði lærum og kennum eitthvað nýtt á hverjum degi.
Dagskráin verður sem hér segir:
9:30-10:00 Mæting og kaffisopi
10:00-10:20 Þingsetning
Orð til umhugsunar og minningarorð
10:20-10:35 Ávarp Lace Marie Brogden, PhD, fyrsta varaforseta alþjóðastjórnar
10:35 Aðalfundur
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lýsingu í reglugerð
a) Kosning fundarstjóra
b) Kosning tveggja fundarritara
c) Skýrsla stjórnar – umræður
d) Reikningar lagðir fram – umræður
e) Árgjald ákveðið
f) Fjárhagsáætlun lögð fram – umræður
g) Kosning forseta landssambands
h) Kosning annarra stjórnarmanna landssambands
i) Kosning í uppstillingarnefnd
j) Kosning tveggja endurskoðenda
k) Lagabreytingar og reglugerðarbreytingar
l) Ályktanir og tillögur sem berast til landssambandsþings
m) Önnur mál
Undir liðnum önnur mál mun Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir fjalla um alþjóðaráðstefnuna sem verður á okkar vegum 25. - 27.júlí 2019.
Sjá má tillögur til lagabreytinga og tillögur uppstillingarnefndar inn á heimasíðunni okkar.
Að loknum aðalfundi verður hádegisverður
13:00-13:10 Ávarp Jónu Benediktsdóttur, forseta landssambandsins
13:10-13:45 Leadership, Lace-Marie Brogden, PhD, fyrsti varaforseti alþjóðastjórnar
13:45-14:00 Teygjur/hlé
14:00-14:30 Hlúð að velferð ungs fólks- Hvað getum við gert? Dr Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor
14:30-14:45 Samræður um erindi Sigrúnar
14:45-14:50 Samsöngur
14:50-15:00 Samantekt og þingslit
15:00-15:30 Kaffi og meðlæti
15:30 Fræðsla fyrir gjaldkera deilda, Lace-Marie Brogden.
Tillögur til lagabreytinga
Tillögur til breytinga á lögum má sjá á meðfylgjandi hlekk, gerðar eru tillögur til breytinga á greinum 3, 4, 6, 9 og 10.
https://www.dkg.is/static/files/skjol_landsamband/yfirfarin_log_2019.pdf
Til samræmis við lagabreytingar þurfti einnig að gera breytingar á reglugerð sambandsins. Þær breytingatillögur sem stjórn leggur til má sjá á þessum hlekk hér, gerðar eru tillögur til breytinga á greinum 1, 2, 3, 4 og 5.
https://www.dkg.is/static/files/skjol_landsamband/yfirfarin_reglugerd_2019.pdf
Þessar breytingatillögur verða bornar upp til samþykktar á þinginu. Við biðjum ykkur að skoða þær vandlega og gera athugasemdir ef ykkur finnst ástæða til. Gott væri ef slíkar athugasemdir bærust ekki síðar en viku fyrir þingið á netfangið jona.dkg@gmail.com.
Tillögur uppstillingarnefndar
Uppstilling til Landssambandsstjórnar 2019 – 2021
Forseti Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Alfadeild
1.varaforseti Jónína Hauksdóttir, Betadeild
2. varaforseti Guðrún Edda Bentsdóttir, Kappadeild
Ritari Aníta Jónsdóttir, Betadeild
Meðstjórnandi Theodóra Þorsteinsdóttir Deltadeild
Uppstillingarnefnd 2019-2021
Guðbjörg M. Sveinsdóttir, Þetadeild
Jóna Benediktsdóttir, Iotadeild
Jónína Eiríksdóttir, Deltadeild
Skoðunarmenn reikninga 2019 -2021
Hildur Elín Vignir, Kappadeild
Björg Eiríksdóttir, Gammadeild
Framkvæmdaráðsfundur 3. maí
Kynning á lagabreytingatillögum
Fjárhagsáætlun lögð fram
Kynnt hugmynd stjórnar að breytingum á hefðum um meðferð á nælum samtakanna, sérstaklega hvað varðar nælu forseta og formanna deilda.
Óskað eftir tillögum framkvæmdaráðs að verkefnum fyrir komandi starfstímabil
Léttar veitingar í lok dagskrár
Að lokum
https://www.dkg.is/is/evropuradstefnan-2019
og undirsíðuna þar sem bæði eru skráningar og nánari upplýsingar
á næsta deildarfundi og sýna deildarkonum dagskrána og hvernig á að skrá sig.
Bestu kveðjur úr snjóugri vorblíðunni að vestan
Jóna