
Hvalrekinn
20. október 2022
Þá er komið fram í október og eins og ævinlega í skólastarfi þá er líf og fjör í skólanum. Í haust hefur meðal annars verið; Ólympíuhlaup, spiladagur, heimsókn frá Danmörku til nemenda í 10. bekk og margt fleira.
Vetrarfrí er framundan nú eftir helgina á mánudag og þriðjudag. Vonandi njótið þið ykkar börnum og eigið góðar stundir saman.
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.
Vetrarfrí 24. og 25. október
Vetrarfrí verður í grunnskólum Hafnarfjarðar, mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. október.
Frítt er í sund í vetrarfríi grunnskólanna og söfnin bjóða uppá spennandi dagskrá fyrir grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um dagskrána á íslensku og ensku:
- Vetrarfrí – frítt í sund og fjölbreytt dagskrá á söfnunum - https://hfj.is/Jf7oHw
- Autumn break – free admission to the swimming pools and an exciting program at the museums - https://hfj.is/M84c9w
There will be a Winter break on Monday the 24th and Tuesday the 25th of October. We hope all our students and their families will enjoy their winter break.
Skertur dagur föstudaginn 21. október
Föstudaginn 21. október verður skertur dagur í Hvaleyrarskóla en þann dag er kennsla til hádegis. Þegar skóladegi lýkur geta þeir nemendur í 1. - 4. bekk sem skráðir eru í Holtasel farið þangað.
Friday, October 21st will be a reduced day at Hvaleyrskóli, but on that day school will enda at the lunch time. When the school day ends, the students registered in Holtasel can go there.
Verið - dagskrá fyrir október
Heimsókn frá Danmörku
Norrænt samstarf er valáfangi hjá nemendum í 10. bekk þetta skólaárið og eru 29 nemendur skráðir í valáfangan og halda kennararnir Grétar Birgisson, Malen Sveinsdóttir og Wendy Richards utan um verkefnið.
Samstarfið er styrkt af Nordplus Junior. Markmið samstarfsins er að skapa tengsl nemenda í löndunum og um leið auka fjölbreytileikann í kennslu. Samstarfið fer annars vegar fram með rafrænum samskiptum milli skólanna auk gagnkvæmra heimsókna milli landanna. Norrænt samstarf er orðið snar þáttur í skólaþróun Hvaleyrarskóla. Að þessu sinni kallast samstarfsverkefni skólanna „Greener Personal Habits“ og eins og tiltillinn gefur til kynna leitast nemendur við að tileinka sér grænni venjur.
Hvaleyrarskóli er í samstarfi við Sct. Nicolai Skole í Køge í Danmörku. Síðustu vikuna í september tóku íslensku nemendurnir á móti nemendum frá Danmörku. Dagskráin var fjölbreytt og innihélt meðal annars hópefli, skoðunarferðir, „Pálínuboð“ sem nemendur og foreldrar buðu til að ógleymdu balli á vegum Versins. Á skólatíma unnu nemendur í teymum að því að rannsaka hvernig megi borða, versla og ferðast á milli staða á umhverfisvænan hátt.
Nemendur okkar í Hvaleyrarskóla og aðstandendur þeirra stóðu sig einstaklega vel í hlutverki gestgjafa og lögðu sig allir fram við að gera heimsóknina sem ánægjulegasta fyrir gestina. Á vorönn fara nemendur í Hvaleyrarskóla ásamt kennurum til Køge og heimsækja skólann.
Ólympíuhlaup ÍSÍ
Ólympíuhlaup ÍSÍ (Norræna skólahlaupið) var haldið miðvikudaginn 21. september. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólans til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur gátu valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km. Nemendur skólans hlupu alls 1016 kílómetra.
Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.
Nemendur lögðu sig fram og gerðu sitt besta. Veður var milt og gott en þó nokkur rigning en nemendur létu það ekki á sig fá.
Ný stjórn foreldrafélagsins
Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn fimmtudaginn 8. september. Þar var ný stjórn kosin og hana skipa; Lisa Maríudóttir Mahmic formaður, Guðvarður Ólafsson, Inga Sigrún Kristinsdóttir, Jóhanna Ósk Snædal, Dagný Rós Stefánsdóttir, Hugrún Margrét Óladóttir og Anna Louise Ásgeirsdóttir,
Bekkjartenglar geta sótt um styrk fyrir viðburðum
Eins og undanfarin ár hefur Foreldrafélag Hvaleyraskóla ákveðið að styrkja bekkjartengla í 1. - 5. bekk um hámark 10.000 kr. á önn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með bekkjunum. Fyrirkomulagið er þannig að kvittanir fyrir útlögðum kostnaði auk samantektar á heildarkostnaði er send á póstfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@hvaleyrarskoli.is). Þar sem fram þarf að koma er; nafn bekkjar og tilefni (hvað var gert með bekknum) og nafn, kennitala og bankaupplýsingar bekkjartengils. Foreldrafélagið endurgreiða útlagðan kostnað eftir um viku.
Þess má geta að enn vantar bekkjartengla í nokkra bekki. Þeir sem hafa áhuga sendið póst á Kristin skólastjóra eða Lisu formann foreldrafélagsins. Það er mikilvægt að efla starfið í foreldrafélaginu og í kringum börn okkar.
Endurskinsmerki frá foreldrafélaginu
Foreldrafélag Hvaleyrarskóla tilkynnir aftur með ánægju endurskinsmerki „HVALÓ“.
Merkin má festa við rennilása á yfirhafnir eða töskur og skemma því engin efni. Allir nemendur í Hvaleyrarskóla hafa fengið þessi merki að gjöf frá okkur í von um að halda börnum okkar öruggum og sýnilegum í skammdeginu.
Við þökkum stjórn foreldrafélagsins kærlega fyrir gjöfina og framtaksemina.
Skóladagatal 2022-2023
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/