
Hvalrekinn
2. júní 2023
Þá er þessu skólaári næstum lokið. Skólaslit eru á fimmtudaginn 8. júní og bjóðum við alla velkomna og vonandi sjáum við ykkur sem flest.
Ég óska þess að þið öll hafið það sem best í sumar. Njótið sumarsins, hlúum að okkar nánustu og mætum hress og kát í ágúst þegar skólinn hefst að nýju.
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.
Síðustu skóladagar þetta skólaárið
- Dagskrá bekkja/ árganga má sjá á Mentor.
Stelpur og tækni þann 5. júní fyrir stúlkur í 9. bekk
Útskriftarferð nemenda í 10. bekk er 5. júní
- Nemendur í 7., 8. og 9. bekk þurfa að skila inn umsókn um valgreinar fyrir næsta skólaár ekki seinna en 5. júní. Valblað nemenda verður inni í Google classroom á Ipadinum.
- Nemendur eiga að skila spjöldum / Ipödum, hleðslutækjum og snúrum og vera búnir að taka lykiloðið af spjaldinu, mánudaginn 5. júní
Íþróttadagur er miðvikudaginn 7. júní.
- Skólaslit 8. júní:
Útskrift nemenda í 10. bekk
Myndataka verður af nemendum að lokinni athöfn.
Að lokinni athöfn er nemendum og gestum þeirra boðið að þiggja kaffiveitingar.
Miðvikudaginn 7. júní kl. 12:00 verða einkunnir nemenda í 10. bekk lesnar yfir í innritunarkerfi framhaldsskólans og birtar nemendum í umsókn þeirra til framhaldsskólanna.
Skólaslit nemenda í 1. - 9. bekk
Skólaslitin í Hvaleyrarskóla verða fimmtudaginn 8. júní. Mæting nemenda á sal er sem hér segir:
Yngri deild:
- 1. og 2. bekkir kl. 8:30
- 3. og 4. bekkir kl. 9:30
Miðdeild:
- 5., 6. og 7. bekkir kl. 10:30
Elsta deild:
- 8. og 9. bekkir kl. 11:30
Nemendur mæta á sal skólans en fara síðan í sínar heimastofur með umsjónarkennara. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir á skólaslitin með sínum börnum..
Hvetjum alla krakka til að taka þátt í sumarlesti Bókasafns Hafnarfjarðar 🙂
Skráning í sumarlestur er hafin! Allir krakkar geta skráð sig svo nú er um að gera að grípa lestrardagbækur og lestrarhestamiða á bókasafninu. Upphaf sumarlestursins er laugardaginn 3. júní.
Hér má finna efni tengt sumarlestrinum.
Hversu margar blaðsíður ætlar þú að lesa í sumar? 🐱👓
Hreinsunardagur
Föstudaginn 21. apríl vorum við í Hvaleyrarskóla með hreinsunardag. Árgöngum við skipt á svæð í nágreinni skólans og voru allir úti að tína í 1-2 kennslustundir.
Nemendur stóðu sig vel og safnaðist ótrúlega mikið af rusli sem Ragnar Óli húsumsjónarmaður fór síðan með á Sorpu.
Glæsilegt hjá okkar nemendum.
Hátíð á Holtinu
Verið - dagskrá fyrir maí
Frá árshátíðum nemenda í elstu- og miðdeild
Árshátíð elstu deildar
Vel skreytt anddyri
Árshátíð miðdeildar
Skóladagatal 2023-2024
Skólasetning næsta skólaárs verður miðvikudaginn 23. ágúst. Tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur.
Sumarfrístund i Holtaseli 2023
Mánudaginn 12. júní hefst sumarfrístund í Holtaseli.
Sumarfrístund fyrir 7-9 ára.
Sumarnámskeið eru starfrækt í frístundaheimilum Hafnarfjarðar. Sumarfrístund inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af skapandi verkefnum, leikjum, hreyfingu, spennandi ferðum, sundferðum og sameiginlegum viðburðum.
Í Holtaseli, frístundaheimili Hvaleyrarskóla verður sumarfrístund í boði frá 12.-30. júní.
Miðlæg námskeið verða í tveimur grunnskólum Hafnarfjarðar og eru í boði frá 3. – 23. júlí. Opið er fyrir skráningu frá og með 3. maí.
Skráning og framboð- https://sumar.vala.is/#/login
Sjá nánar á heimasíðu skólans.
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/