
Fréttamolar
1. apríl 2022
01. apríl - Kosningum SMS lýkur í dag kl. 17:00.
05. apríl - Opið hús í MS! Kynning fyrir grunnskólanema.
07. apríl - Bergur Ebbi með uppistand/fræðslu fyrir ALLA nemendur
11. apríl - Páskafrí hefst.
20. apríl - Fyrsti kennsludagur eftir páskafrí.
20. apríl - Frumsýning Thalíu
Kosningar SMS
Ertu ókei?
Því miður er það svo að við göngum öll í gegnum erfiða tíma á lífsleiðinni. Orsakirnar geta verið margar og þegar á móti blæs er gott að vita af því að það er stuðningur í boði. Á heimasíðunni ertu ókei? er að finna fróðleik og ýmis bjargráð sem allir ættu að vita af og þekkja til, bæði fyrir sig sjálfa sem og aðra.
Þekkir þú einhverja grunnskólanemendur? Á þriðjudaginn gefst tækifæri til að koma í heimsókn og skoða skólann og spjalla við þá frábæru nemendur sem þar stunda nám!
Áfram MS!
Morfís - naumt tap eftir æsispennandi viðureign við Versló
Á laugardaginn atti lið MS kappi við sterkt lið Verslunarskólans. Eftir mjög harða keppni og glæsilega frammistöðu beggja liða var niðurstaðan afar naumt tap og er því Morfísliðið úr leik að þessu sinni. Framtíðin er greinlega björt og verður gaman að sjá hvernig liðinu mun ganga á næsta ári!