
Fréttabréf forseta í lok sept. 2018
Delta Kappa Gamma félag kvenna í fræðslustörfum
Vetrarstarfið
Nú er komið að lokum september og deildastarfið væntanlega komið á fullt hjá öllum deildum. Ég vona allir hafi munað eftir að setja verkefnin tvö, myndatökurnar og þekkingarforðann inn í dagskrá vetrarins. Það væri líka frábært ef fundaáætlanir deilda gætu komið á vefinn sem fyrst.
Kveðja
Jóna
Framkvæmdaráðsfundur í september
Annað verkefni sem talsvert á eftir að vinna í er ,,Þekkingarforðinn". Búið er að setja hnapp á vefsíðuna okkar sem hefur þetta góða nafn. Nú er bara að safna saman upplýsingum um erindi og fyrirlestra sem deildarkonur eru tilbúnar að flytja með skömmum fyrirvara og setja þarna undir. Þetta er tilvalið efni á deildarfund og vona ég að í vor verði listinn orðinn langur. Hugmynd okkar með þessum hnappi er að þegar konur í félaginu eru að skipuleggja viðburð geti þær með fljótlegum hætti leitað upplýsinga um efni sem félagskonur geta lagt til.
Um félagið
Evrópuráðstefnan - þátttaka
Landssambandsþing vorið 2019
Við gerum ráð fyrir að aðalfundur verði fyrir hádegi og svo erindi og jafnvel vinnustofur vegna Evrópuráðstefnunnar eftir hádegið. Á aðalfundinum verða stjórnarskipti og ég bið ykkur að hafa í huga að í svona litlu félagi má gera ráð fyrir að allir þurfi einhvern tíman að taka að sér setu í stjórnum og nefndum og taka vel í beiðnir uppstillingarnefndar þegar þær fara að koma. Nánari upplýsingar um dagskrá munu liggja fyrir upp úr áramótum.
Núverandi stjórn, formenn deilda, fulltrúar nefnda og aðrir boðsgestir á framkvæmdaráðsfundi.
Kvennafrí- kveðja frá Helgu Guðnýju Halldórsdóttur, fulltrúa okkar í undirbúningsnefnd.
Ágætu formenn
Delta Kappa Gamma stendur ásamt fleiri kvennasamtökum og einstaklingum fyrir undirbúningi Kvennafrís 2018 þann 24 okt. n.k., undir slagorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!
Mig langar að biðja ykkur að bera út boðskapinn til ykkar félagskvenna á fundum eða með tölvupósti, hvetja þær og aðrar í nærsamfélaginu til virkni við undirbúning og/eða þátttöku. Ég setti inn á Facebook DKG kynningarbréf, tengiliður er verkefnastýran Maríanna Clara með netfangið kvennafri2018@gmail.com og símann 695 2702. Hægt er að fá send ýmis hjálpargögn, s.s. veggspjöld, auglýsingar og yfirlýsingar Kvennafrídagsins sjá nánar í kynningarbréfinu.
Bestu kveðjur með von um góða þátttöku.
Helga G Halldórsdóttir