
Hvalrekinn
14. desember 2021

Fimmtudagurinn 16. desember
- Jólapeysudagur - bæði starfsmenn og nemendur eru hvattir til að koma í jólapeysu.
- Jólamatur hjá Skólamat.
Litlu jólin 17. desember
Kl. 8:30 – 10:30, 1. og 2. bekkur
Kl. 8:30 – 9:00 eru nemendur í 1. bekk á sal
Kl. 9:00 – 9:30 eru nemendur í 2. bekk á sal
Kl. 9:30 – 11:30, 3. og 4. bekkur
- Kl. 9:40 – 10:10 eru nemendur í 3. bekk á sal
- Kl. 10:10 – 10:40 eru nemendur í 4. bekk á sal
Kl. 10:30 – 12:30, 5., 6. og 7. bekkur
- Kl. 11:00 – 11:30 eru nemendur á sal í hólfum
Kl. 11:30 – 13:30, 8., 9. og 10 bekkur
- Kl. 11:30 – 12:00 eru nemendur á sal í hólfum
- Þeir nemendur sem eru skráðir í Holtasel geta farið í Holtasel að lokinni dagskrá með umsjónarkennara.
Athugið að það er ekki hádegismatur þennan dag og mikilvægt að nemendur er fara í Holtasel komi með hádegisnesti. Það verður síðan síðdegishressing.

Lestarátak yngstu deildar
Síðustu tvær vikurnar í nóvember var lestrarsprettur hjá nemendum í yngstu deild. Þemað voru uglur. Nemendur lásu bæði heima og í skólanum og skráðu blaðsíður og mínútur í hvert skipti. Til þess að gera lesturinn skemmtilegri lituðu nemendur Tetris kubba í lestrarhefti. Á gangi skólans bjuggu nemendur síðan til mósaík mynd af uglu þar sem hver nemandi fékk að líma litla miða á listaverkið í samræmi við lesnar mínútur. Miðvikudaginn 1. desember vorum við síðan með uppskeruhátíð þar sem nemendur fengu að gæða sér á súkkulaðiköku eftir hádegismatinn.
Lestarátak í elstu- og miðdeild
Mánudaginn 29. nóv. hófst tveggja vikna lestrarsprettur í mið- og unglingadeild Hvaleyrarskóla. Allir nemendur fengu hefti þar sem þeir áttu að skrá lesturinn og líma inn á bingóspjald sem þeir drógu hjá kennara.
Nemendur lásu 20 mínútur á skólatíma og kennari kvittaði fyrir lesturinn. Auk þess að lesa í skólanum var ætlast til að nemendur hafi lesið a.m.k. 20 mínútur heima alla virka daga, því fleiri mínútur því betra. Mikilvægt var að foreldrar kvittuðu fyrir heimalesturinn svo hann væri tekinn gildur þegar nemendur söfnuðu lestrarmínútum.
Í hverjum lestrartíma voru birtar bingótölur dagsins. Í fyrri vikunni voru dregnar út þrjár tölur á dag en tvær tölur í seinni vikunni. Spilað var allt spjaldið.
Þegar nemandi hafði lesið 200 mínútur fékk hann miða, þar sem hann skrifaði nafnið sitt og setti í kassa. Nemandinn þurfti að vera með kvittun fyrir þessum blaðsíðum til að geta farið í pottinn. Ef lesnar voru aðrar 200 mínútur gat nemandinn sett nafnið sitt aftur í pottinn.
Mánudaginn 13. desember og þriðjudaginn 14. desember var uppskeruhátíð lestarátaksins sem lauk með því að spilaðar voru rafrænt síðustu tölur í bingóinu í allar stofur. Þannig náðu vinnignshafa að vinna meðal annar ísveislu fyrir bekkinn sinn. Þá voru vinningshafar dregnir úr pottinum þar sem nemendur settu nafnið sitt sem lásu 200 mínútur eða meira.
Öðruvísi jóladagatal hjá nemendum í yngstu deild
Nemendur í 1.- 4. bekk og 6. bekkir taka þátt í Öðruvísi jóladagatali sem er á vegum SOS barnaþorpa. Þetta er fjórða árið í röð sem við tökum þátt en í fyrra safnaðist 116 þúsund krónur sem fóru í að styrkja nýtt fjölskyldueflingarverkefni SOS barnaþorpana í Malaví. Tilgangurinn með fjölskyldueflingunni er að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fötum.
Jóladagatalið gengur út á það að á hverjum degi sjá nemendur myndbönd frá ólíkum löndum í heiminum en ætlunin er að heimsækja, Víetnam, Bosníu-Hersegóvinu, Perú, Nepal, og Bólivíu.. Þegar búið er að horfa á myndböndin frá þessum löndum skapast oft góðar umræður um aðstæður barna á þessum ólíku stöðum. Nemendur vinna síðan heimilisverk sem þeir fá pening fyrir en peningunum verður svo skilað í þetta góða málefni.
Fjölbreyttar jólahurðir
Kennsla hefst að loknu jólafríi samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. janúar 2022.
Á döfinni í janúar 2022
Skipulagsdagur, 3. janúar
Kennsla hefst 4. janúar
Lestrarsprettur, allir árgangar
Lesferill – allir nemendur prófaðir í 1. – 10. bekk
Orðarún – nemendur í 3. – 8. bekk prófaðir
Logos skimun, jan – feb. nemendur í 3. bekk
Skólapúlsinn – úrtak nemenda
Skólaþing 14. janúar frá kl. 10:00 - 11:20.
Skipulagsdagur, 24. janúar
Valgreinar vorannar hefjast 17. janúar
Ferðalög erlendis / travel abroad / podróżować zagranicę
Mikilvægi læsis og móðurmáls.
Hér er hægt að nálgast bæklinga á ýmsum tungumálum um mikilvægi móðurmálsins. Að hafa gott vald á móðurmálinu hjálpar börnum að læra íslensku, þar sem tungumál vinna saman, en er ekki síður mikilvægt til að þroska með einstaklingum öryggi og sterka sjálfsmynd.
https://www.ryerson.ca/mylanguage/brochures/
Hér er bæklingur frá Bókasafni Hafnarfjarðar um mikilvægi lesturs og að skapa notalegar lestrarstundir foreldra og barna. Þessi bæklingur er bæði á íslensku, ensku og pólsku.
https://www.hafnarfjordur.is/media/auglysingar/laesisbaeklingur-isl.pdf
https://www.hafnarfjordur.is/media/fraedsluthjonusta/laesisbaeklingur-ens.pdf
https://www.hafnarfjordur.is/media/fraedsluthjonusta/laesisbaeklingur-pol.pdf
Skólasöngur Hvaleyrarskóla
Munum öll - að þakka fyrir það.
sem okkur er gefið, sama hvað,
Með jákvæðni og æðruleysi.
Það sem bætir lífið okkar er kurteisi.
- Viðlag -
Við í Hvaleyrarskóla stöndum hönd í hönd
Ekkert mun slíta okkar vinabönd.
saman skínum skært sem kertaljós
því skólinn minn er mitt leiðarljós
-BRÚ -
Við hjálpumst alltaf að
nefndu stund og stað,
þá kem ég með
og stend með þér.
Umhverfið - pössum við vel
Og pössum hvort annað, líka jafn vel.
Erum vafin vinatryggð.
Það sem bætir lífið okkar er ábyrgð
- VIÐLAG -
Bjóðum hjálp, ef eitthvað er að
og tökum vel eftir, hugsum um það
Í amstri dagsins er mörgu að sinna
Það sem bætir lífið okkar er, samvinna.
- VIÐLAG Í KEÐJU
lag : Guðrún Árný. Texti : Palli ( Páll S. Sigurðsson) og Guðrún Árný
Reglur um ástundun í grunnskólum Hafnarfjarðar
Við minnum á samræmdar reglur um ástundun í grunnskólum Hafnarfjarðar en kynning á þeim er í kynningarglærum árganganna. Reglur og viðbragðsáætlun eru samræmdar þannig að ekki sé mismunun milli skóla bæjarins.
Starfsfólk skólanna í Hafnarfirði hefur áhyggjur af minnkandi skólasókn og fjölgun nemenda sem teljast falla undir skilgreiningar um skólaforðun. Í reynd eru allar fjarvistir frá skóla óheppilegar af ýmsum ástæðum og því er ekki gerður greinarmunur á fjarvistardögum þótt greinarmunur sé gerður á tilefni fjarvista. Eftir því sem skólasókn fer minnkandi taka við aukin viðbrögð af hálfu skóla til að koma sem lengst í veg fyrir að námsárangur nemenda versni vegna slakrar skólasóknar og vanlíðan aukist.
Meginefni reglanna er:
1. AÐ VIRÐING SÉ BORIN FYRIR SKÓLASÓKN
Allt skólasamfélagið (forsjáraðilar, nemendur, starfsfólk skóla) verður að bera virðingu fyrir mikilvægi skólasóknar alla 180 skóladaga nemenda í grunnskóla á hverju skólaári.
2. AÐ SKÓLA BERI ENGIN SKYLDA TIL SÉRSTUÐNINGS VEGNA LEYFA
Starfsfólk skóla ber ekki skylda til að þjónusta einstaka nemendur sérstaklega vegna fjarvista frá skóla, hverju nafni sem þær nefnast, og skulu forsjáraðilar ekki óska eftir slíkri þjónustu (t.d. að kennarar gefi út sérstaka heimavinnu eða skilaboð þegar um er að ræða persónuleg leyfi fjölskyldna).
3. AÐ SKRÁÐ SÉ RAUNSKÓLAMÆTING Í LOK SKÓLAÁRS Á VITNISBURÐARBLAÐ NEMANDA
Allar fjarvistir, hverju nafni sem þær nefnast, búa til eina raunmætingareinkunn sem gefin er á vitnisburðarskírteini nemenda í lok skólaárs, sem prósentuhlutfall af skólasókn yfir skólaárið.
4. AÐ GEFIN SÉ ÁRLEG LOKAEINKUNN (A-D) VEGNA SKÓLASÓKNAR Á VITNISBURÐARBLAÐ
Ástundun sem snýr að fjarvistum, seinkomum og brottrekstri úr kennslustundum mynda á einu skólaári skólasóknareinkunn sem hver nemandi fær á matskvarðanum A, B+, B, C+, C og D í samræmi við kvarða (sjá fylgiskjal póstsins).
5. AÐ VIÐBRÖGÐ SKÓLA OG BARNAVERNDAR VIÐ MINNKANDI SKÓLASÓKN SÉU SAMHÆFÐ
Þótt forsjáraðilar hafi víðtækar heimildir til að tilkynna veikindi og leyfi frá skóla munu skólar bregðast við öllu slíku sem „fjarvistum“ óháð tilefni, í samræmi við reglur. Allar fjarvistir frá skóla eru óheppilegar og miklar fjarvistir (umfram 10% kennslutímans eða 18 skóladaga á skólaári) geta hamlað námsárangri barna. Það er skylda nemenda að mæta í skóla nema að löggild forföll hamli. Umræddar reglur gilda um alla grunnskóla Hafnarfjarðar jafnt og færast með nemendum flytji þeir á milli skóla innan Hafnarfjarðar á skólaárinu.
Bekkjartenglar geta sótt um styrk fyrir viðburðum
Hverfisrölt á Hvaleyrarholti
Búið er að setja upp skipulag fyrir hverfisrölt hér á Holtinu. Skráningarskjal er í gegnum Google sheet sem virkar þannig að þið foreldrar/forráðamenn sem viljið leggja okkur lið og taka þátt í hverfisröltinu skráið ykkur sjálf inní skjalið þá daga sem þið hafið tök á. Í lok hverrar vaktar biðjum við ykkur svo um að setja inn nokkur orð um hvernig gekk, hvað þið sáuð, hvert var farið og ef þið hafið einhverjar ábendingar eða athugasemdir.
Ef þið hins vegar verðið vör við hættulega eða ólöglega hegðun þá skal hringja beint í 112.
Í upphafi verða settir inn mánudagar og föstudagar og gert er ráð fyrir að allavega 2 aðilar fari í hvert skipti. Ef ekki næst að fylla einhverja daga fellur röltið niður þann dag. Öll samskipti fara í gegnum Margréti Heiðu deildarstjóra eða Dísu aðstoðardeildarstjóra tómstundamiðstöðvarinnar í Hvaleyrarskóla. Hægt verður að nálgast gul vesti merkt foreldrarölti í félagsmiðstöðinni í Hvaleyrarskóla til kl 22. Við höfðum hugsað okkur að prófa þetta fyrirkomulag til áramóta og sjá hvernig gengur. Eftir áramót myndum við mögulega hafa röltið á öðrum dögum en það kemur þá bara í ljós hvernig það verður.
Hér er hlekkur á skjalið: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1NMNCZe4F7N9dv2BracLYOPfqoGH4PuIoCqujkkccTZo/edit?fbclid=IwAR0sGFkyumQeh_BZuhZTkRHCo4TlCI8cdrpVDCnYS3_uNzBf90urCNC6f5o#gid=0
Ef þið hafið frekari spurningar bið ég ykkur vinsamlegast að senda mér póst á margretm@hvaleyrarskoli.is.
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:00 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/