
Hvalrekinn
27. mars 2023
Páskakveðja
Ágætu foreldrar
Senn líður að páskafríi sem hefst í lok vikunnar eða 31. mars.
Áður en að páskafríinu kemur ætlum við að brjóta upp hefðbundið skólastarf og hafa þemadaga hjá okkur frá þriðjudegi og út vikuna. Undirbúningur er hafinn fyrir þó nokkru hjá kennurum og nemendum.
Föstudaginn 31. mars verður opið hús í skólanum frá kl. 10:00 til 11:30 þar sem foreldrar eru hjartanlega velkomnir til að sjá afrakstur þemadaganna. Vonum við að sem flestir geti gefið sér tíma til að líta við og sjá afrakstur vinnu nemenda.
Hafið það sem best og gleðilega páska.
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.
Stóra Upplestrarkeppnin
Þemadagar uppbrot á kennslu
Þessa daga er skert viðvera nemenda í skólanum en skólinn hefst kl. 8:20 og stendur til kl. 13:20 nema á föstudag þá er skóli til hádegis.
Nemendur sem eru skráðir í Holtaseli fara að skóladegi loknum í Holtasel.
Þema í Hvaló 2023 - elstu deildar
Þema ársins 2023 eru lönd. Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu á ólíkum löndum og öðlist hæfni í að vinna með upplýsingar á fjölbreyttan hátt. Nemendur hafi val um framsetningu verkefna og efnistök og öðlast því um leið aukna færni í margmiðlun.
Þema í Hvaló 2023 - miðdeild
Nemendum miðstigs er skipt í hópa og hver hópur velur land (2 – 4). Nemendur búa til ferð til landsins frá Íslandi. Stofan er svo útbúin sem ferðaskrifstofa og hver hópur býr til ferð til viðkomandi lands. Býr til bás sem auglýsir ferðina sem þau bjuggu til. Það sem þarf að finna út er: flug, hótel, gisting, fæði, afþreying, samgöngur, vegabréf, ferðataska, gjaldmiðill og almennar upplýsingar um landið.
Nemendur vinna síðan út frá þessum upplýsingum og útbúa kynningarefni í alls kyns myndum.
Þema í Hvaló 2023 - yngsta deild
Nemendur á yngsta stigi koma til með að vinna með ákveðin lönd og fræðast um þau. Nemendur í 1. bekk ætla að vinna með Frakkland, 2. bekkur vinnur með Ísland, 3. bekkur vinnur með Grænland og 4. bekkur kemur til með að vinna með Holland.
Foreldrum er boðið að koma í skólann
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á opnu húsi á föstudaginn.
Páskabingó Versins
Páskabingó Versins verður haldið miðvikudaginn 29. mars frá 18:00 - 20:00 í sal Hvaleyrarskóla. Páskabingóið hefur í gegnum árin verið ein helsta fjáröflunin fyrir félagsmiðstöð skólans og hefur nemendaráðið unnið hörðum höndum frá byrjun skólaárs við að safna glæsilegum vinningum fyrir páskabingóið.
Á staðnum verður til sölu, kaffi og kakó, vöfflur, djús og sjoppan hjá Verinu opin. Í sjoppunni má finna allskonar góðgæti! 1 bingóspjald er á 700kr og 2 bingóspjöld á 1.000kr. Hægt verður að greiða með peningum og korti, posi verður á svæðinu. Foreldrar, systkini, ömmur og afar öll velkomin með!
Skólinn hefst eftir páskaleyfi 11. apríl
- Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. apríl.
Skóladagatal Hvaleyrarskóla 2022-2023
Skipulagsdagar 15. - 19. maí
Þar sem langt er síðan núverandi skóladagatal var samþykkt og kynnt hér í Hvalrekanum þá viljum við minna á að vikuna 15. - 19. maí eru þrír skipulagsdagar og einn skertur dagur en sá dagur var nýttur í haust þegar námsviðtölin voru tekin að lokinni kennslu. Alla þessa daga er engin kennsla í skólanum.
Þessa daga er stór hluti kennara og annars starfsfólk á leið í námsferð og er ferðinni heitið til Brighton á Englandi. Þar munum við fá fræðslu um núvitund, útikennslu ásamt því að fara í skólaheimsóknir.
Þessa daga er frístundaheimilið Holtasel opið. En það verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Söngkeppni grunnskólanna
Elísabet var fulltrúi Hvaleyrarskóla og Ellen var kynnir á söngkeppninni.
Samvera
Frá samveru yngstu deildar.
Skákmót miðdeilar
Hvaleyrarskóli hafnaði í 2. sæti á mótinu.
Orðagull
Málörvunarforritið Orðagull er, nú sem fyrr, frítt til niðurhals fyrir alla sem það vilja nota.
Við viljum hvetja foreldra að sækja appið í símann eða spjaldtölvuna. Auðvelt er að nýta appið til að efla lesskilning, auk orðaforða, málskilnings, máltjáningar, vinnsluminnis og herynrænnar úrvinnslu. Orðagull er bæði til fyrir Apple og Androd tæki.
Snjallskólinn gefur Orðagulli 4 1/2 stjörnu af fimm mögulegum.
Hér er umsögn Snjallskólans um forritið: Býsna snjallt forrit og gott verkfæri fyrir marga. Getur Snjallskólinn eindregið mælt með Orðagulli.
Kostir: Einfalt og auðskilið
Allir eiginleikar appsins virka vel
Má taka upp, hlusta á sjálfan sig og endurtaka
Einfalt að búa til notanda og má búa til marga notendur
Uppbyggileg og gagnleg markmið leiksins
Gallar: Engir
Gott er að rifja upp páskakveðjuna sem við unnum á covid tíma.
Yfirheitin okkar í Hvaleyrarskóla
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/