
Fréttamolar úr MS
31. mars 2023
Dagsetningar framundan
- Páskafrí dagana 1.-11. apríl.
- Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 12. apríl.
Söngkeppni framhaldsskólanna í streymi á morgun
Ketill okkar keppir fyrir hönd MS í Söngkeppni framhaldsskólanna laugardaginn 1. apríl kl. 19. Sýnt verður frá keppninni í streymi á Stöð2 / Vísi og hægt er að kjósa MS í númerinu 9009121. Áfram MS!
Vel heppnað opið hús🏫
Opna húsið miðvikudaginn 29. mars tókst glimrandi vel og var fjölsótt af nemendur framtíðar sem komu og kynntu sér skólann, námið og félagslífið. Nemendur okkar og starfsfólk stóð sig með miklum sóma við kynningarstörfin, nemendur gengu með gesti um húsið og kennarar stóðu vaktina í ýmsum stofum og auglýstu námsframboðið. Í það minnsta 800 vöfflur voru bakaðar og borðaðar svo gestir fóru varla svangir heim. Takk fyrir, öll sem eitt sem lögðuð hönd á plóg til að láta þetta gerast, án ykkar væri þetta ekki hægt! 💙💙
Nemendur fylgdu gestum um húsið
Vöfflubakarar stóðu sig vel
Nemendur í fyrirtækjasmiðju ræddu við gesti og gangandi
Stöðugur straumur gesta
Frábær Vörumessa í Smáralind síðustu helgi
Nemendur á lokaári á hagfræði- og stærðfræðilínu stóðu sig frábærlega í Smáralindinni um síðustu helgi, vel gert! 👏👏
Ný stjórn SMS 📣
Í gær urðu stjórnarskipti í stjórn SMS. Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá hverjir eru í nýskipaðri stjórn. Við kveðjum fráfarandi stjórn með þakklæti og hlökkum til að starfa með nýrri stjórn SMS.