
Fréttabréf Kópavogsskóla
Febrúar 2023
Mömmu og ömmu kaffi
Öskudagurinn
Öskudagurinn var með hefðbundnu sniði hjá okkur, nemendur mættu í búningum og brölluðu eitt og annað yfir daginn. Marserað var um skólann undir trommuslætti Skarphéðins tónmenntakennara og endað á balli í matsal skólans en Kjarninn félagsmiðstöð naut aðstoðar nokkurra nemenda í 10. bekk við að stýra ballinu. Nemendur 9. og 10. bekkjar sáu svo um að dreifa hamborgurum til þeirra sem eru í mataráskrift og fóru svo nemendur heim eða í Frístund að matartíma loknum.
Leyfi nemenda í einstaka tímum
Hringtorgið okkar góða
Heilsulausnir með fræðslu
Heilsulausnir komu í skólann með fræðslu til nemenda í 7.-10. bekk en Menntasvið Kópavogs keypti þessa fræðslu fyrir alla skólana í Kópavogi. Um er að ræða Vímuefnafræðsluna VELDU, en þar er rætt um vímuefni sem eina heild og farið yfir þau áhrif sem þau hafa á líkama, huga og líf. Einnig var rætt um góða sjálfsmynd en góð, heilbrigð sjálfsmynd er besta forvörnin gegn áhættuhegðun. Einnig var útbúin rafræn fræðsla til foreldra og voru upplýsingar sendar heim í sér pósti.
Fræðsla til starfsmanna um skólaforðun
Skólaforðun er hugtak sem er fremur nýtt af nálinni í umræðu um skólamál á Íslandi. Sólveig Norðfjörð sálfræðingur og Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, kennsluráðgjafi sem starfa báðar á Menntasviði Kópavogs voru í lok febrúar með sérstaka fræðslu til starfsmanna skólans um skólaforðun þar sem m.a. var verið að skoða ferli bæjarins varðandi ófullnægjandi skólasókn.
Unnar lögga með fræðslu
Unnar Þór Bjarnason, lögreglumaður, var með fræðslu til nemenda í 7.-10. bekk, þar sem hann t.d. kynnti starf sitt og margt fleira. Nemendur í 1.-6. bekk munu fá heimsókn frá Unnari í mars.
Grænkerafæði
Opin skólaráðsfundur
Barnaþing
Stóra Upplestrarkeppnin í Kópavogsskóla
Undankeppnir Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi stendur núna yfir og fimmtudaginn 9. mars kepptu nemendur 7. bekkjar innbyrðis um hver yrði fulltrúi skólans í keppninni. 10 nemendur kepptu sín á milli og var valið mjög erfitt fyrir dómnefnd skólans enda margir afburða góðir lesarar í hópnum. Lokaniðurstaðan varð sú að Finnbogi Birkis Kjartansson og Hinrik Gunnarsson fara áfram í keppnina fyrir hönd skólans og Karen Erla Atladóttir er varamaður. Við óskum öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að heyra þau lesa í Salnum 13. apríl n.k.