
Fréttabréf Lundarskóla
Ágúst 2022
Kæru foreldar/forráðamenn
Nú styttist í að skólinn hefjist að nýju eftir sumarfrí og við vonum að þið hafið notið ykkar vel í sumarfríinu. Við í Lundarskóla hlökkum til að hitta ykkur aftur á nýju skólaári. Það er ávallt gaman að mæta aftur til starfa eftir sumarfrí og sjá hvað nemendur hafa þroskast og dafnað yfir sumartímann.
Við byrjum skólaárið með skólasetningu þann 22. ágúst og strax daginn eftir hefst nám og kennsla í skólanum. Eins og venjulega þá höldum við einkunnarorðum Lundarskóla á lofti sem eru ábyrgð, virðing og vellíðan. Við berum ábyrgð á námi/starfi okkar, hegðun og umhverfi, við sýnum nemendum, starfsfólki og umhverfi virðingu og leggjum áherslu á vellíðan og almennt heilbrigði.
Í sumar var lokið við framkvæmdir á skólahúsnæðinu og við höfum tekið allt skólahúsnæði aftur í notkun. Við erum mjög ánægð með framkvæmdirnar og hlökkum til að sameinast aftur á ný í Lundarskóla við Dalsbraut. Framkvæmdir verða líklega eitthvað áfram á skólalóðinni og því þurfa allir að sýna aðgát og þolinmæði meðan framkvæmdir eru í gangi.
Við minnum svo á heimasíðu skólans en þar má finna ýmsar upplýsingar um skólastarfið. Einnig setjum við inn tilkynningar/upplýsingar á facebooksíðu Lundarskóla og/eða sendum þær til ykkar í tölvupósti þegar við á.
Það verður gaman að hefja nýtt skólaár í einu skólahúsnæði og við hlökkum til að takast á við nám, kennslu og önnur verkefni sem tengjast skólastarfinu næsta skólaár í samstarfi við nemendur og foreldra/forráðamanna.
Skólasetning 22. ágúst
Skólasetning Lundarskóla verður mánudaginn 22. ágúst í sal Lundarskóla á eftirfarandi tímum.
2. - 4. bekkur kl. 9:00
5. - 7. bekkur kl. 10:00
8. - 10. bekkur kl. 11:00
Skólastjóri setur skólann og eftir það fara nemendur með umsjónarkennurum í stofu þar sem þeir fá upplýsingar um skólastarfið.
Nemendur í 1. bekk mæta í viðtöl samkvæmt sérstökum pósti frá umsjónarkennurum.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst hjá öllum árgöngum nema 1. bekk sem byrjar í viðtölum 22. og 23. ágúst. Kennsla hefst hjá þeim miðvikudaginn 24. ágúst.
Frístund verður opin frá og með 22. ágúst skv. dagatali Frístundar og skráningu nemenda í Frístund.
Skóladagatal og dagatal Frístundar
Á dagatölunum eru almennar upplýsingar um skóladagana, skerta skóladaga, starfsdaga, frídaga og fl. daga.
Við nýtum skólaárið vel í leik og nám í skólanum.
Við hlökkum til að skólaársins 2022 - 2023
Kveðja, Elías, Fjóla Dögg og Maríanna
skólastjórendur Lundarskóla