
Hvalrekinn
4. apríl 2022
Páskakveðja
Ágætu foreldrar
Senn líður að páskafríi sem hefst í lok vikunnar eða 8. apríl.
Áður en að páskafríinu kemur ætlum við að brjóta upp hefðbundið skólastarf og hafa þemadaga hjá okkur. Læsi verður haft að leiðarljósi á þemadögunum og er undirbúningur hafinn fyrir þó nokkru hjá kennurum og nemendum.
Fimmtudaginn 7. apríl verður opið í hús í skólanum frá kl. 16:00 til 18:00 þar sem foreldrar eru hjartanlega velkomnir til að sjá afrakstur þemadaganna. Vonum við að með þessum tima hafi fleiri foreldrar tækifæri á að líta við og sjá afrakstur vinnu nemenda.
Hafið það sem best og gleðilega páska.
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.
Upplestrarkeppnin
Sigga Dögg kynfræðingur með fræðslu fyrir nemendur og foreldra
Kl. 20:00 verður Sigga Dögg síðan með fræðslu fyrir alla foreldra í fyrirlestarsal skólans, gengið inn neðan við skólann. Hvetjum við alla foreldra til að mæta og hlusta á fyrirlestur Siggu Daggar.
Læsisátak sem endar á þemadögum
Þessa daga er skert viðvera nemenda í skólanum en skólinn hefst kl. 8:20 og stendur til kl. 13:20. Nemendur sem eru skráðir í Holtaseli fara að skóladegi loknum í Holtasel.
Foreldrum er boðið að koma í skólann
Föstudaginn 8. apríl
- Skertur dagur hjá nemendum.
- Hjá nemendum 1. – 6. bekk er kennsla kl. 8:20 – 12:00 samkvæmt stundaskrá
- Hjá nemendum 7. – 10. bekk er kennsla kl. 8:20 – 9:40 samkvæmt stundaskrá. Síðan er skólaþing kl. 10:00 – 12:00.
Skólinn hefst eftir páskaleyfi
- Þriðjudaginn 19. apríl er skipulagsdagur.
- Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 20. apríl.
Skóladagatal Hvaleyrarskóla 2021-2022
- Fimmtudaginn 7. apríl er sýning fyrir foreldra frá kl. 16 - 18 á afrakstri nemenda af þemadögum. Telst þessu tími til skerts skóladags. Þetta leiðir til þess að skólaslit í vor færast fram um einn dag.
- Þriðjudaginn 19. apríl verður skipulagsdagur. Fræðslustjórar höfuðborgarsvæðisins bættu við auka skipulagsdegi í upphafi þessa árs til undirbúnings skólastarfs. Þar sem við í Hvaleyrarskóla vorum þegar með skipulagsdag þá. Verður dagurinn nýttur 19. apríl.
- Sjá nánar í skóladagatali ársins.
Skóladagatal Hvaleyrarskóla 2022-2023
- Hér má sjá skóladagatals Hvaleyrarskóla 2022-2023 (með fyrirvara um samþykki fræðsluráðs)
Orðagull
Málörvunarforritið Orðagull er, nú sem fyrr, frítt til niðurhals fyrir alla sem það vilja nota.
Við viljum hvetja foreldra að sækja appið í símann eða spjaldtölvuna. Auðvelt er að nýta appið til að efla lesskilning, auk orðaforða, málskilnings, máltjáningar, vinnsluminnis og herynrænnar úrvinnslu. Orðagull er bæði til fyrir Apple og Androd tæki.
Snjallskólinn gefur Orðagulli 4 1/2 stjörnu af fimm mögulegum.
Hér er umsögn Snjallskólans um forritið: Býsna snjallt forrit og gott verkfæri fyrir marga. Getur Snjallskólinn eindregið mælt með Orðagulli.
Kostir: Einfalt og auðskilið
Allir eiginleikar appsins virka vel
Má taka upp, hlusta á sjálfan sig og endurtaka
Einfalt að búa til notanda og má búa til marga notendur
Uppbyggileg og gagnleg markmið leiksins
Gallar: Engir
Gott er að rifja upp páskakveðjuna sem við unnum á covid tíma.
Yfirheitin okkar í Hvaleyrarskóla
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/