

Hörðuvallaskóli
,,Það er gaman í skólanum"
Kæru foreldrar/forsjáraðilar
Vonandi hefur sumarið verið ánægjulegt og þið notið blíðviðrisins sem hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðla sumars. Við vonum að það sé komin tilhlökkun hjá ykkar börnum að mæta aftur í skólann eftir sumarfrí og hitta vini sína og kennara. Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar sem foreldrar/forsjáraðilar þurfa að vita áður en skóli hefst.
Hlökkum til samstarfsins í vetur.
Fyrir hönd stjórnenda
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir
Skólastjóri
Skólabyrjun
Miðvikudaginn 23. ágúst verður skólaboðunardagur hjá nemendum 2.-7. árgangs. Þar hitta nemendur umsjónarkennara sína og fá stundatöflu vetrarins afhenta. Foreldrar/forsjáraðilar eru hjartanlega velkomnir. Allir foreldrar ættu að vera búnir að fá upplýsingar um tímasetningar frá umsjónarkennurum.
Nemendur 1. árgangs mæta í einstaklingssamtöl hjá umsjónarkennurum ásamt foreldrum/forsjáraðilum 23. og 24. ágúst.
Skóli hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst og hjá nemendum 1. bekkjar föstudaginn 25. ágúst. Frístund opnar kl. 13:00 fimmtudaginn 24. ágúst
Skólastarf samkvæmt stundatöflu hefst kl. 8:15 hjá nemendum 1.-4. árgangs og kl. 8:30 hjá nemendum 5.-7. árgangs. Skólahúsnæðið opnar kl. 8:00.
Forföll er hægt að tilkynna í gegnum mentor eða á skrifstofu skólans í síma 4413600. Mikilvægt er að tilkynna forföll áður en skóli hefst. Skrifstofa skólans opnar kl. 7:30.
Á heimasíðu skólans má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og er enn að vera að vinna í að uppfæra heimasíðuna eftir að skólanum var skipt í tvo skóla. Skólinn er einnig með Facebook síðu þar sem koma reglulega inn skemmtilegar fréttir og upplýsingar. Hlekkur á heimasíðuna og Facebook er hér fyrir neðan.
Hádegismatur og nesti
Nesti
Hádegismatur
Hildur Sigurðardóttir matreiðslumaður er yfirmaður skólaeldhússins.
Hádegismatur er eldaður í eldhúsi skólans og tekur matseðill mið af leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar um hollustu og næringu. Matseðil fyrir hvern mánuð má nálgast á heimasíðunni. Auk hefðbundins matseðils er einnig boðið upp á grænkeraseðil.
Skrá þarf alla nemendur í mataráskrift í gegnum Völu. Sjá meðfylgjandi slóð:
Hádegismatur er greiddur fyrirfram og er innheimtur um hver mánaðarmót. Mánaðargjald í hádegismat er kr. 11. 127 kr á mánuði (gjaldskrá frá 1. janúar 2023)
Hörðuvallaskóli er hnetulaus skóli.
Skólastjórnendur 2023-2024
Íris Björk Eysteinsdóttir leysir aðstoðarskólastjórastöðuna af í vetur en hún hefur starfað við Hörðuvallaskóla frá árinu 2017. Hún hefur starfað sem kennari við skólann, kennsluráðgjafi og deildarstjóri.
Guðbjörg Oddsdóttir sem hefur verið deildarstjóri verður í ársleyfi næstkomandi skólaár og mun Hildur Jónasdóttir leysa hennar stöðu af. Hildur hefur mikla reynslu af skólastarfinu í Hörðuvallaskóla og hefur verið kennari við skólann síðan árið 2009.
Kristín Friðbjörnsdóttir er deildarstjóri stoðþjónustu og hóf störf við skólann árið 2015. Fyrst sem kennari, síðan kennsluráðgjafi og tók við stöðu deildarstjóra stoðþjónustu 2021.
Jóhanna Kristín Arnberg er deildarstjóri UT. Hún hóf störf við skólann árið 2015 og starfaði fyrst um sinn sem umsjónarkennari. Jóhanna tók við stöðu deildarstjóra UT árið 2022.
Oddrún Ólafsdóttir skrifstofustjóri tók við stöðu skrifstofustjóra í janúar 2019.
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir
Skólastjóri
Íris Björk Eysteinsdóttir
Aðstoðarskólastjóri
Íris sér um deildarstjórn 6.-7. árgangs.
Hildur Jónasdóttir
Deildarstjóri
Hildur sér um deildarstjórn 3.-5. árgangs.
Kristín Friðbjörnsdóttir
Deildarstjóri
Kristín sér um deildarstjórn
1.- 2. árgangs og deildarstjórn stoðþjónustu.
Jóhanna Kristín Arnberg
Deildarstjóri UT
Oddrún Ólafsdóttir
Skrifstofustjóri
Frístund Hörðuvallaskóla - Hörðuheimar
Frístund Hörðuvallaskóla ber nafnið Hörðuheimar og er staðsett úti í Þorpi, fjórum skúrum á skólalóð. Starf 3. og 4. bekkjar, Kastalans, er staðsett á neðri hæð skólans við matsalinn.
Umsókn um Frístund fer fram í gegnum https://fristund.vala.is/umsokn/#/login
Frístund er fyrir börn í 1. - 4. bekk og er opin eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17.00. Börnin eru sótt út í skóla af starfsmönnum Hörðuheima þegar skóladegi lýkur. Frístund er opin alla þá daga sem skólinn starfar en einnig allan daginn á starfsdögum skólans. Frístund er lokuð tvo starfsdaga yfir skólaárið. Þeir eru merktir inn á skóladagatal skólans. Frístund er ekki opin í vetrarfríum. Starfsemi í Hörðuheimum hefst daginn eftir skólasetningu, 24. ágúst, og er opin út vikuna eftir skólaslit að vori.
Margrét Stefanía Þorkelsdóttir
Forstöðumaður frístundar
Margrét Áslaug Heiðarsdóttir
Aðstoðarforstöðumaður frístundar