Húsasmíði dagskóli, 1. önn
Fyrir nemendur í dagskóla sem byrja í húsasmíði haustið 2024
Til nemenda
Allir nemendur sem ætla að stunda nám við skólann á haustönn 2024 verða að velja áfanga í INNU. Námsframboð er birt með fyrirvara um næga þátttöku í áföngum.
Húsasmíði:
Atvinnuheitið húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Nám á húsasmiðabraut er 240 eininga iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Námið undirbýr nemendur undir starf húsasmiða. Í starfi þeirra felst meðal annars að byggja hús og húshluta, sinna viðhaldi bygginga, velja vinnuaðferðir, efni og verfæri og fara eftir kröfum um öryggismál. Í starfi sínu sýna þeir sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og eru meðvitaðir um vandað handverk. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.
Vinsamlegast veldu í INNU:
- FRVVFB05 Framkvæmdir og vinnuvernd
- GRTE1FF05 Grunnteikning 1
- TRÉS1HV08 Trésmíði og handavinna
- TRÉS1VA05 Viðar og áhaldafræði
Bóklegir áfangar í boði
Nemendur í húsasmíði þurfa að huga að bóklegum áföngum:
- Undanfari: DANS1SK05 eða B í grunnskóla
ENSK2DM05 Enska - daglegt mál
- Undanfari: ENSK1GR05 eða B í grunnskóla
ÍSLE2BR05 Íslenska - bókmenntir, málnotkun og ritun
- Undanfari: ÍSLE1LR05 eða B í grunnskóla
ÍÞRÓ1AL01 Íþróttir og útivist
Menntaskólinn á Ísafirði
Tölvupóstur: misa@misa.is
Heimasíða: www.misa.is
Heimilisfang: Torfnes, Ísafjörður, Iceland
Sími: 450 4400
Fésbókarsíða: https://www.facebook.com/menntaisa/