
Fréttabréf skólanna
Virðing - Vellíðan - Árangur
Desember 2022
Jólin eru hátíð ljóssins en sólina fer aftur að hækka á lofti þann 21. desember og daginn fer aftur að lengja.
Mikill spenningur ríkir hjá yngri kynslóðinni þessa dagana og margir hverjir orðnir mjög óþreyjufullir og finnst dagarnir lengi að líða. Gott er að hafa í huga að sýna okkur sjálfum og börnunum mildi þessa dagana en það getur verið erfitt þegar rútínan raskast til.
Síðustu vikur hafa verið annasamar í skólastarfinu og síðustu dagar hafa einkennst af mikilli samveru og gleði. Þrír elstu árgangar leikskólans hafa verið duglegir að taka þátt í þemadögum grunnskólans síðustu daga. Við höfum byrjað dagana á samveru þar sem við syngjum saman jólalög, síðan höfum við borðað saman morgunmat og farið svo í hin ýmsu verkefni. Í dag voru svo litlu jólin haldin hátíðleg í leikskólanum og nokkrir góðir gestir kíktu í heimsókn. Í kvöld verða svo litlu jólin haldin í grunnskólanum, en nemendur hafa undirbúið hátíðina af mikilli natni, skorið út laufabrauð, bakað smákökur og föndrað borðskraut.
Í byrjun desember hélt grunnskólinn upp á árshátíðina þar sem öll stig settu upp leikrit. Hátíðin gekk vonum framar og krakkarnir stóðu sig frábærlega.
Á nýju ári stefnum við á að útvíkka tónlistarskólann með því að bjóða upp á fjarkennslu í tónlist. Með þessu móti getum við boðið upp á fjölbreyttari og fleiri tíma en þetta verður tilraunaverkefni í eina önn.
Á leikskólanum hefur verið mikil gleði í hátíðarundirbúning. Krakkarnir hafa haft í nógu að snúast að skreyta, föndra gjafir og baka smákökur. Leikskólinn tók á móti sínum fyrsta grænfána nú á dögunum og buðu leikskólanemendur upp á varðeld og sykurpúða öllum til mikillar gleði.
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, megi gleði og góð heilsa umvefja ykkur. Hlökkum til að hitta ykkur hress og kát á nýju ári.
Bestu jólakveðjur,
starfsfólks leik- og grunnskólans.
Leikskólinn Ylur
Við minnum á:
3. jan. Leik- og grunnskóli hefjast eftir eftir jólafrí.
3. jan. Náttfatadagur á Yl11. jan. Niðustöður kannaninna kynntar kl. 17.00
23. jan. Foreldraviðtöl í Reykjahlíðarskóla
Munum eftir endurskinsmerkjum í skammdeginu
Heimasíður skólanna
Heimasíða grunnskólans: https://reykjahlidarskoli.is/
Myndir, matseðil, stoðþjónusta og fleira er að finna á heimasíðu skólanna.
Email: anna@reykjahlidarskoli.is
Phone: 464-4149 464-4375