
Flataskólafréttir
Skólaárið 2021-2022 - 1. mars 2022
Kæra skólasamfélag!
Þá er skólastarf hafið á nýjan leik eftir vetrarfrí og vonandi að sem flestir hafi náð að njóta lífsins aðeins í fríinu.
Það er enn mjög svipuð staða og fyrir fríið varðandi forföll, semsagt mikið um veikindi og sömu hlutfallstölur og fyrir fríið, um 15% nemenda fjarverandi. Það voru því miður töluvert margir úr hópnum sem vörðu fríinu sínu í félagsskap veirunnar, bæði nemendur og starfsmenn. En þetta þýðir auðvitað að þeim fækkar hratt sem eiga eftir að smitast og útlit fyrir að brátt hægi á þessu öllu saman. Við látum nú staðar numið með daglega upplýsingapósta um smit og fjarvistir nemenda nema að eitthvað sérstakt kalli á annað. Svo höldum við bara okkar striki í skólastarfinu en geymum reyndar morgunsamverurnar enn um hríð, a.m.k. fram í miðjan mánuðinn. En það er margt skemmtilegt framundan í marsmánuði og ber þar hæst öskudaginn og skíðaferðir nemenda.
Viðhaldsframkvæmdirnar sem farið var í á húsnæðinu í síðasta mánuði hafa gengið vel og er útlit fyrir að við getum um miðjan mars flutt aftur í þær stofur sem voru rýmdar. Svo hækkar sólin á himni með hverjum deginum og brátt verður vor í lofti. Við vonum að þá getum við litið til baka og glaðst yfir því að þá verði að baki bæði farsótt og stríð.
Bestu kveðjur úr skólanum!
Stjórnendur
Helstu viðburðir framundan:
- 1. mar - Sprengidagur
- 2. mar - Öskudagur
- 14. mars - 6. bekkur fer í skíðaferð og gistir
- 15. mars - Skíðaferð hjá 1.,2., 5. og 6. bekk
- 16. mars - Skíðaferð hjá 4/5 ára og 7. bekk
- 17. mars - Skíðaferð hjá 3. og 4. bekk
- 8. apríl - Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi
- 19. apríl - Kennsla hefst eftir páskaleyfi
Innritun nemenda fyrir skólaárið 2022-2023
Innritun nemenda fyrir skólaárið 2022-2023 fer fram dagana 7. – 11. mars nk. Innritað er í gegnum þjónustugátt Garðabæjar á vef Garðabæjar, gardabaer.is. Innrita þarf nemendur í 1.. bekk sem og nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla. Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 11. mars nk.
Vakin er athygli á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum fyrir skólaárið 2022-2023 er til 1. apríl. Umsóknir fyrir nemendur sem stunda nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Garðabæjar . Það sama gildir fyrir nemendur með lögheimili utan Garðabæjar sem stunda nám í Garðabæ, sækja þarf um skólavist utan sveitarfélags hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.
Skólarnir sem innrita börn í 1. og 8. bekk kynna starf sitt fyrir verðandi grunnskólanemendum og foreldrum þeirra. Forráðamenn eru hvattir til að kynna sér skólastarf grunnskólanna. Upplýsingar um kynningar og heimasíður grunnskólanna má finna hér.
Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum fer fram á sama tíma, innritun fer fram á þjónustugátt Garðabæjar.
Innritun er rafræn og umsóknir eru á þjónustugátt Garðabæjar.
Kynningarfundir vegna innritunar nemenda
- Fimmtudaginn 3. mars kl. 17:00 - kynning fyrir foreldra nýnema í 1. bekk
- Fimmtudaginn 3. mars kl. 18:00 - kynning á leikskóladeild skólans
Öskudagurinn - 2. mars
Það verða pizzur í matinn og þeir sem ekki eru í mataráskrift geta keypt miða á 700 kr. í mötuneytinu daginn áður.
Eftir matinn, um kl. 12:30 fara nemendur í 5.-7. bekk heim en aðrir nemendur halda sínum skólatíma og frístund. Ef óskað er eftir að nemendur í 1.-4. bekk fari heim kl. 12:30 eru forráðamenn beðnir um að láta kennara og umsjónarmann frístundar vita.
Skíðaferðir í marsmánuði
Við eigum pantað í fjallið dagana 15.-17. mars og skiptum árgöngum skólans niður á þá daga eins og sjá má hér ofar. Nemendur 6. bekkjar fara í fjallið þann 14. mars og gista eina nótt í skála Breiðabliks. Allt er þetta þó að sjálfsögðu með fyrirvara um veður og við sendum út nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Afsláttur á gjöldum fyrir barnafjölskyldur
Umferðaröngþveiti á Stekkjarflöt
Endurskinsmerki
Opnunartími skrifstofu
Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið flataskoli@flataskoli.is
Mælst er til að foreldrar/aðstandendur skrái veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is eða með Mentor appinu.
Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti eða í síma 513 3500. Vakin er athygli á að ef veikindi vara lengur en einn dag skal tilkynna daglega.
Flataskóli Garðabæ
Email: flataskoli@flataskoli.is
Website: flataskoli.is
Location: Flataskóli, Gardabaer, Iceland
Phone: 513 3500