
Fréttabréf Síðuskóla
7. bréf - mars - skólaárið 2022-2023
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Nú er marsmánuður runninn upp og enn eitt fréttabréfið lítur dagsins ljós. Það er vor í lofti og ótrúlega gaman að sjá sólina hækka á lofti. Þann 21. mars er útivistardagur skólans ráðgerður, þann dag förum við með alla nemendur skólans í Hlíðarfjall. Það er vonandi að veðurguðirnir verði með okkur í liði þetta skólaárið og við komumst í fjallið á ráðgerðum degi. Við sendum nánari upplýsingar heim þegar nær dregur.
Þann 1. mars hófum við 100 miða leikinn sem er árlegur viðburður í skólastar¦nu. Leikurinn stendur yfir í tvær vikur og er markmiðið með honum að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglunum. Starfsmenn gefa 10 nemendum á dag sérstaka hrósmiða sem eru settir á spjald með reitum merktum frá 1 til 100. Búið er að velja vinningsröð á spjaldinu og kemur svo í ljós í lok leiks hvaða nemendur eru í vinningsröðinni.
Við viljum hvetja ykkur foreldrana að gera eitthvað skemmtilegt með árgöngunum. Það er hægt að vera í salnum hér í skólanum ef hann er laus og síðan eiga einhverjir árgangar peninga inn á reikningi. Við höfum einnig lánað salinn fyrir afmæli ef öllum hópnum er boðið.
Bestu kveðjur úr skólanum,
Ólöf, Malli og Helga
Skapandi skil í 8. bekk
Í morgun voru nemendur í 8. bekk í skapandi skrifum þar sem unnið er með söguna Vertu ósýnilegur. Sú saga fjallar um Ishmael, dreng frá stríðshrjáðu landi, sem þarf að flýja sín heimkynni og leita skjóls og fóta sig í nýju landi, Íslandi. Þessi vinna nemenda tengist réttindum barna sem og Barnasáttmálanum en þetta málefni snertir margar greinar þess sáttmála. Skólinn varð fyrir skömmu Réttindaskóli Unicef og hefur hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá vinnu nemenda sem voru önnum eins og sjá má.
Sköpun bernskunnar
Nemendur í 6.-10. bekk í Síðuskóla taka þátt í sýningunni Sköpun bernskunnar sem opnaði 25. febrúar sl. á Listasafninu á Akureyri. Sýningin höfðar sérstaklega vel til skólabarna, enda sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun barna. Þátttakendur hverju sinni eru börn og starfandi listamenn sem vinna verk sem falla að þema sýningarinnar. Þemað að þessu sinni er manneskjan öll. Sýningin verður opin til 23. apríl.
Hér fyrir neðan sjáið þið mynd af glæsilegu verki nemenda í Síðuskóla sem hlotið hefur mikla athygli. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fara og kíkja á þessa skemmtilegu sýningu.
Stórþing ungmenna
Upphátt
Síðastliðinn þriðjudag, 28. febrúar var Upphátt, áður Stóra upplestrarkeppnin, haldin á sal skólans. Þar lásu 8 nemendur úr 7. bekk sem höfðu komist áfram eftir bekkjarkeppnina. Allir keppendur stóðu sig mjög vel, en að lokum þurfti að velja tvo nemendur áfram til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður 7. mars næstkomandi í Hofi. Þeir nemendur sem voru valdir eru þær Arna Lind Jóhannsdóttir og Sigurlaug Salka Steinsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni í næstu viku. Hér til hliðar má sjá mynd af vinningshöfunum.
Nýtt Síðuskólablað í vinnslu
Á döfinni
3. mars
Starfamessa í HA, 9. og 10. bekkur
7.mars
Lokahátíð Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar
13. mars
Dagur stærðfræðinnar
16. mars
Söngsalur
21. mars
Útivistardagur
24. mars
Skólaheimsókn í Lauga, 9. og 10. bekkur