![page background](https://cdn.smore.com/u/backgrounds/custom_bg-5df38a0e06a1573051f3bfb7-af33f88d4256.jpg)
Nesskólafréttir
Fréttabréf vegna skólastarfs næstu daga/vikna
Þakkir til allra
Fjármálalæsi - 10. bekkur í 2. sæti
Fyrir ári síðan sigraði 10. bekkur Nesskóla fjármálaleika grunnskóla með eftirminnilegum hætti. Að sjálfsögðu tókum við einnig þátt núna og aftur náðum við frábærum árangri...2. sætið að þessu sinni ...glæsilegt...til hamingju... #teamtíundiSHÁNesskóla
Nesskóli
Email: nes@skolar.fjardabyggd.is
Website: www.nesskoli.is
Location: Skólavegur, Neskaupstadur, Iceland
Phone: 4771124
Facebook: https://www.facebook.com/Nessk%C3%B3li-1629687307303414/
Vinasel - reikningar
Þó nokkrir hafa breytt vistun barna sinn meðan á samkomubanninu stendur og verða reikningar sendir út í samræmi við það. Fyrir ykkur hin sem eruð svo liðleg að taka börnin ykkar þegar þið getið þá munum við taka tillit til þess við þar næstu rukkun (1. maí).
Strangari samkomubannsreglur
Covid.is - Polski and English
Börn og sóttkví - Children and the ban on gatherings
Embætti landlæknis hefur tekið saman leiðbeiningar vegna barna í sóttkví.
Börn í sóttkví: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39957/B%C3%B6rn%20%C3%AD%20s%C3%B3ttkv%C3%AD.pdf
Börn með sértækar umönnunarþarfir í sóttkví – leiðbeiningar til forráðamanna: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39958/B%C3%B6rn%20me%C3%B0%20s%C3%A9rt%C3%A6kar%20um%C3%B6nnunar%C3%BEarfir%20%C3%AD%20s%C3%B3ttkv%C3%AD.pdf
Gagnlegar upplýsingar um sóttkví og áhrif hennar á nemendur og starfsfólk skóla: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39942/Gagnlegar%20uppl%C3%BDsingar%20um%20s%C3%B3ttkv%C3%AD%20og%20%C3%A1hrif%20hennar%20%C3%A1%20nemendur%20og%20starfsf%C3%B3lk%20sk%C3%B3la.pdf
Children and the ban on gatherings, English version:
https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2020/03/Children-and-the-ban-on-gatherings-20.03.2020.pdf
Samkomubann og börn
Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.
Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:
- Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.
- Hafi börnin þroska til að fara eftir leiðbeiningum sem snúa að minni snertingu við vini er ekki útilokað að þau geti hist í leikjum. Leikirnir mega ekki fela í sér beina snertingu, notkun á sameiginlegum leikföngum eða búnaði sem snertur er með berum höndum.
- Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga sína og eftir að þau koma heim.
- Fjölskyldur ættu að hafa í huga að ef börnin umgangast mikið vini eða frændsystkini úr öðrum skólum eða skólahópum þá verður til tenging milli hópa sem annars væru aðskildir. Slíkt ætti að forðast eins og kostur er.
- Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
- Einnig væri hægt að nota tækifærið að kenna börnunum að skrifa sendibréf og æfa í leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að samskiptum við ástvini okkar.
Varðandi heimili þar sem sumir eru í sóttkví en aðrir ekki:
- Börn sem hafa þroska og getu til að sinna eigin hreinlæti og halda viðeigandi fjarlægð við foreldra sem eru í sóttkví sem og við skólafélaga geta áfram sinnt námi í skólastofu. Mikilvægt er að gæta að hreinlæti t.d. nota sér salernisaðstöðu.
- Foreldrar stálpaðra barna sem eru í sóttkví og geta haldið viðeigandi fjarlægð frá börnunum meðan á sóttkví stendur geta áfram sinnt vinnu á vinnustað ef fjarvinna er ekki í boði.
- Heimilið verður allt að fara í sóttkví ef börn hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem gilda í sóttkví. Önnur leið til að leysa slíkt væri ef þeir sem ekki eru í sóttkví færu eitthvað annað á meðan á henni stendur.
Hvað getum við gert til að líða vel?
Á þessum sögulegu tímum sem við lifum er gott að vera í núinu, muna eftir öllu því góða sem er í kringum okkur og þakka fyrir það, því það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir þó að þessar hörmungar steðji að okkur.
Núvitund
er góð leið til að ná ró og yfirvegun og hægt að stunda hvar sem er. Núvitund er að beina athyglinni að augnablikninu, því sem er hér og nú. Rannsóknir sýna að þeir sem stunda núvitund auka vellíðan sína, bæta heilsu, það dregur úr kvíða, streitu og depurð. Til að nálgast æfingar og öpp með núvitund þá er m.a. hægt að fara inn á þessar æfingar er hægt að hlaða inn á snjalltæki og hlusta hvar og hvenær sem er.
Á vefsíður Hugarfrelsis er hægt að kaupa hugleiðslusögur fyrir börn -ekki svo dýrar en alveg frábærar til að hlusta á fyrir svefninn eða bara hvenær sem er.