
Jákvæður agi á Íslandi
Fréttaskot febrúar 2022
Kæru félagsmenn!
Nú vonum við að heimsfaraldurinn fari að heyra sögunni til og að flest áform nái fram að ganga hindrunarlaust af hans völdum. Síðustu misserin hefur faraldurinn sett sitt mark á námskeiðahald og innleiðingu í skólum en vonandi sér nú fyrir endann á því og skólaþróun sem og annað starf í skólunum getur haldið áfram samkvæmt áætlunum.
Það er gaman að segja frá því að nú er handbókin fyrir leikskólann komin út (sjá hér neðar) og vonir standa til að ný handbók fyrir grunnskólastigið komi einnig út fyrir vorið.
Alltaf bætist í hóp þeirra skóla sem nýta sér Jákvæðan aga í skólastarfinu og telst okkur nú til að þeir séu orðnir 40 talsins hér á landi. Jafnframt fjölgar félagsmönnum í samtökunum okkar og eru þeir nú komnir vel yfir hundraðið. Við erum því bjartsýn á framtíðina og hlökkum til að halda áfram að vinna að framgangi Jákvæðs aga hér á landi.
Innheimta félagsgjalda
Félagsgjöld fyrir árið 2021 hafa ekki enn verið innheimt en félagsmenn munu fá greiðsluseðla vegna þeirra á allra næstu dögum. Á aðalfundi sl. vor var samþykkt að félagsgjöld yrðu 5000 krónur fyrir árið 2021.
Handbók fyrir leikskólastig er komin út
Nú er komin út á íslensku handbókin Jákvæður agi fyrir kennara ungra barna í þýðingu Jónínu Hauksdóttur. Þessi handbók er ætluð kennurum á leikskólastigi og hefur að geyma bæði fræðsluefni og æfingar sem hægt er að nýta sér í starfi með börnum og starfsfólki á leikskólastiginu. Hægt er að panta eintök af bókinni á eftirfarandi slóð: http://jakvaeduragi.is/utgefid-efni/
Námskeið framundan
Jákvæður agi í skólastofunni - Reykjavík 5.-6. maí
Tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga verður haldið í Reykjavík dagana 5.-6. maí nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..
Jákvæður agi í leikskólanum - Akureyri 1.-2. september
Tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga verður haldið á Akureyri dagana 1.-2. september nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..
Aðalfundur 2022
Aðalfundur samtakanna verður haldinn 1. júní nk. kl. 17:30. Um verður að ræða fjarfund og verður hann auglýstur nánar þegar nær dregur.