
Fréttabréf Hörðuvallaskóla
febrúar
Kæra skólasamfélag
Fyrst eftir áramótin voru um 200-250 nemendur fjarverandi hvern skóladag, en strax á annarri viku fækkaði í þessum hópi og hafa síðan verðið um 140-170 nemendur fjarverandi daglega. Þetta eru allar fjarveruskráningar nemenda og þó vissulega sé fjölmennur hópur í c-19 veikindum og sóttkví eru líka margir í leyfum eða öðrum veikindum. Um 15-20% starfsmanna hefur verið fjarverandi dag hvern á þessu nýja ári, að stærstum hluta tengt faraldrinum á einn eða annan hátt.
Nemenda- og foreldraviðtöl gengu að okkar mati afar vel. Nýtt fyrirkomulag var á viðtölum í 5.-10.árgangi, þar sem lagt var upp með nemendastýrð viðtöl. Nemendur undirbjuggu viðtölin og settu saman kynningu fyrir foreldra sína. Nemendastýrðum viðtölum er ætlað að virkja og valdefla nemendur og auka trú þeirra á eigin getu. Markmiðið er að nemendur geti haft áhrif á og tjáð sig um nám sitt, viti hvar þeir eru staddir, hvert þeir stefna og séu meðvitaðir um hvað er góður árangur. Við vorum vissulega að stíga okkar fyrstu skref í þessu nýja fyrirkomulagi og svo hamlaði að vissan hátt að viðtölin væru alfarið á fjarfundum. En þrátt fyrir það gekk þetta ótrúlega vel. Kennarar voru ánægðir með þetta fyrirkomulag, nemendur stóðu sig afar vel og það sem við höfum heyrt frá ykkur foreldrum er almenn ánægja með viðtölin og það hvetur okkur til að halda áfram á þessari braut.
Febrúarmánuður er með hefðbundnu sniði, vetrarleyfi um miðjan mánuð, konudagur og upphaf góu og endar svo á bolludegi. Við horfum bjartsýn til komandi vikna og hlökkum til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru í skólastarfinu.
bestu kveðjur úr skólanum
Þórunn Jónasdóttir
skólastjóri
Dagana 17.-18.febrúar er vetrarleyfi
Hörðuheimafréttir
Frá og með fimmtudeginum 3.2. verður 1. og 2. bekkur saman í Hörðuheimum í eins venjulegu frístundastarfi og hægt er í ljósi aðstæðna. Mikil spenna er að fara halda aftur barnaráðsdaga og er stefnan tekin á það um leið og næstu afléttingar verða.
Undanfarið hefur verið boðið upp á tattú- og naglalakkasmiðju sem hefur slegið í gegn hjá öllum kynjum.
Í Hörðuheimum höfum við verið að vinna með að endurnýta allskonar hluti og hafa gömul föt og hælaskór verið mjög vinsælir. Ef þið eruð í skápatiltekt þá myndum við í Hörðuheimum glöð þiggja hælaskó, kjóla eða annan fatnað.
Okkur finnst einnig skemmtilegt að föndra úr dóti og hlutum sem fara venjulega í ruslið. Fyrir okkur er það fjársjóður og við erum með allskonar skemmtilegar hugmyndir til þess að framkvæma úr “engu”.
bestu kveðjur úr Hörðuheimum
starfsfólk og nemendur
Fréttir frá foreldrafélaginu
Gleðilegt ár kæru foreldrar og forráðamenn. Starf foreldrafélagsins á síðasta ári hefur litast af faraldrinum og verið í lágmarki, en nú fögnum við nýju ári með bjartsýni og gleði að vopni. Þrátt fyrir faraldur hefur foreldrafélagið samt náð að leggja sitt af mörkum með að létta lund og gleðja krakkana okkar með skemmtilegum viðburðum og styrkjum, og erum við svo óendanlega þakklát fyrir það.
Með hækkandi sól, erum við að leggjast á fullt að plana fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir árið 2022. Spilakvöld, páskabingó og vorhátið er bara hluti af því sem við sjáum fram á að geta gert saman. Til þess að geta haldið áfram að gera góða og skemmtilega hluti fyrir krakkana okkar, þá þurfum við ykkar aðstoð. Gíróseðlar Foreldrarfélags Hörðuvalla skóla eru að fara að detta inn í heimabanka foreldra og forráðamanna barna í Hörðuvallaskóla, gjaldið er 2.500kr á heimili, og hefur verið óbreytt í nokkur ár, vonumst við til að sem flestir sjái sér fært um að borga, og hjálpa okkur þannig að gleðja krakkana okkar.
Foreldraröltið – Vegna fjöldatakmarkana hefur foreldrarölt skólans verið í lágmarki. En við erum núna að fara að taka upp þráðinn aftur og setja fullan kraft í þetta flotta verkefni okkar þar sem foreldrar geta komið saman og stuðlað að öruggara nærumhverfi fyrir krakkana okkar. Til hvatningar fyrir foreldra að mæta í sitt rölt þá ætlar foreldrafélagið að verðlauna þeim bekk sem flestir foreldrar mæta í rölt upp á glæsilega pizza veislu hjá ARA bar í vor. Gott væri ef bekkir sjá fram á að ekki geta mannað röltið sitt, að hafa þá samband við röltstjóra og hann kallar í áhugasama röltara. Við óskum alltaf eftir fleiri foreldrum í hóp áhugasamra röltara og er hægt að skrá sig á Facebook síðu Foreldrafélagsins.
Hlökkum til áframhaldandi foreldrasamstarfs á árinu.
Fh Foreldrafélags Hörðuvallaskóla
Kolbrún
Okkar Kópavogur
Hér fyrir neðan er bréf frá Kópavogsbæ vegna kosninga í Okkar Kópavogur. Ég vil hvetja ykkur til að skoða tillögurnar og kjósa um þær, athugið að kosningu lýkur 9.2. Hvert atkvæði eykur líkur á að einhverjar af þessum frábæru tillögum verði að veruleika í okkar nærumhverfi. Hér fyrir neðan er hlekkur beint á kosninguna.
Þarna eru m.a. tillögur sem gætu komið sér vel fyrir skólann og umhverfi hans, stór kastali, klifurveggur, bætt sleppistæði og sleðabrekka svo eitthvað sé nefnt. Körfuboltavöllurinn og nýi gervigrasvöllurinn á lóð skólans við Baugakór eru verkefni sem framkvæmd voru í kjölfar svona íbúakosninga.
Kæru foreldrar
Kosningar í verkefninu Okkar Kópavogur eru nú hafnar og lýkur á hádegi miðvikudaginn 9. febrúar næstkomandi. Íbúar Kópavogs, 14 ára á árinu 2022 og eldri og með skráð lögheimili í Kópavogi, geta kosið á 100 milli hugmynda, en 200 milljónum verður varið að framkvæma verkefni árin 2022 og 2023.
Kosning fer fram á kosningavef þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti með innskráningarþjónustu island.is, með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, og atkvæðin eru dulkóðuð svo aldrei er hægt að tengja atkvæðið við einstakling. Athugið að rafræn skilríki eða Íslykil þarf til þess að kjósa, sem forráðamenn geta sótt um fyrir börn sín. Allar nánari upplýsingar um rafræn skilríki fyrir ólögráða einstaklinga má nálgast á https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/olograda/ og um Íslykil á www.island.is/islykill.
Allt um verkefnið, fyrri framkvæmdir og slóð inn á kosningasíðuna er að finna hér: www.kopavogur.is/okkarkopavogur.
Þátttaka í kosningunum er kjörið tækifæri til að styðja við góðar hugmyndir og hafa áhrif á úthlutun fjármuna og umhverfi Kópavogs – við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt!
Virðingarfyllst,
Sigrún María Kristinsdóttir
Verkefnastjóri íbúatengsla hjá Kópavogsbæ
ENGLISH:
Dear parents and staff in Kópavogur,
Elections in the project Okkar Kópavogur have now begun and will end at noon on Wednesday February 9th. Residents of Kopavogur, 14 years old in 2022 and older and with a legal domicile in Kópavogur, can choose between 100 ideas. 200 million will be spent on projects in 2022 and 2023.
Voting takes place via a secure election website where the user identifies himself securely with the island.is registration service, with an Íslykill or electronic ID, and the votes are encrypted so a vote can never be linked to an individual. Please note that an electronic ID or Íslykill is required to vote, which guardians can apply for for their children. All further information about electronic IDs for minors can be found at https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/olograda/ and about Íslykil at www.island.is/islykill.
More information about the project, previous projects and the URL to the concept page can be found here: www.kopavogur.is/okkarkopavogur.
Participation in the elections is an excellent opportunity to support good ideas and influence the allocation of funds and projects within Kópavogur’s boundaries. We encourage you to participate!
Respectfully,
Sigrún Maria Kristinsdóttir
Project Manager of Public Participatory Democracy in Kópavogur
POLSKI:
Drodzy rodzice oraz pracownicy Kópavogur
Nasz projekt Okkar Kópavogur właśnie się rozpoczął i zakończy się w środę 9. lutego, o godz. 12:00 bieżącego roku. Mieszkańcy Kópavogur, w wieku 14 lat (ukończone w roku 2022) lub starsi, posiadający zameldowanie w Kópavogur, będą mogli zagłosować, by wybrać spośród 100 pomysłów; na ich realizację przeznaczono 200 mln koron na przełomie lat 2022-2023.
Głosowanie odbywa się na stronie internetowej wyborów, na którą wyborca loguje się poprzez bezpieczne logowanie za pomocą: Íslykli bądź rafræn skilríki, a jego głos jest szyfrowany. Głosowanie jest anonimowe i nie jest powiązane z konkretną osobą. Należy pamiętać, że rodzice/ opiekunowie mogą ubiegać się o wymagany do głosowania elektroniczny dowód tożsamości (Íslykil albo skilríki) dla swoich dzieci. Wszystkie informacje na temat elektronicznego podpisu (rafræn skilríki) dla nieletnich można znaleźć na stronie https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/olograda/ , a odnośnie Íslykil na stronie www.island.is/islykill.
Wszystko na temat projektu, poprzednich realizacji oraz link do strony wyborczej można znaleźć tutaj: www.kopavogur.is/okkarkopavogur .
Udział w wyborach to idealna okazja do wspierania dobrych pomysłów i wpływania na dystrybucję funduszy i środowisko w Kópavogur - gorąco zachęcamy do udziału!
Z poważaniem
Sigrún María Kristinsdóttir
Verkefnastjóri íbúatengsla hjá Kópavogsbæ
Miðlægt netfang og gsm símanúmer stjórnenda í Hörðuvallaskóla
Email: stjornendur@horduvallaskoli.is
Location: Baugakór 38/Vallakór 12 203 Kópavogi
Phone: 6120226
Facebook: facebook.com/horduvallaskoli