
Fréttabréf Síðuskóla
6. bréf - febrúar - skólaárið 2022-2023
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Nú hækkar sólin stöðugt á lofti og hefur fyrsti mánuður ársins kvatt okkur, það er ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Á morgun og föstudag eru viðtalsdagar í skólanum. Nú erum við að fara inn í nýtt fyrirkomulag þar sem nemandinn stýrir samtalinu, það verður gaman að sjá hvernig það gengur. Jónína kennarinn okkar á bókasafninu hefur sett bókakassa á gangana sem í eru bækur sem búið er að afskrifa. Þið megið endilega nýta ykkur þessar bækur. Einnig biðjum við ykkur að fara vel yfir óskilamuni sem hafa safnast fyrir hjá okkur í vetur.
Alda ráðgjafinn okkar er farin í veikindaleyfi þennan mánuðinn. Við viljum minna á það að ef nemendur eru keyrðir í skólann þá á að nýta sleppisvæðið, ekki fara lengra inn á bílastæðið.
Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, það er oft kalt hjá okkur þó vissulega sé fallegt vetrarveður.
Bestu kveðjur úr skólanum,
Ólöf, Malli og Helga
Skákkennsla í Síðuskóla
Í vetur hefur 3. og 4. bekkur eins og undanfarin ár notið skákkennslu. Núna eftir áramót bætist 5. bekkur. Við sjáum að þetta skilar sér í auknum áhuga á skák, það er Áskell Kárason sem sér um skákkennsluna.
Val á miðstigi
Heimsókn í erfðafræðitíma hjá 10. bekk
Samgöngusáttmáli Síðuskóla
Heimsókn 6. bekkjar á Listasafnið
Á döfinni
1. febrúar
Skólaráðsfundur
2. og 3. febrúar
Viðtöl
22. febrúar
Skipulagsdagur, Frístund lokuð
23. og 24. febrúar
Vetrarfrí, Frístund opnar kl. 13
1. bekkur - stöðvavinna í Byrjendalæsi
Uppskriftabók nemenda í 2. bekk
Hér er hægt að skoða uppskriftabókina. (enn í vinnslu)