
Brekkuskóli
MENNTUN - GLEÐI - UMHYGGJA - FRAMFARIR
Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Brekkuskóla
Veturinn fór um daginn en kom svo aftur og við fögnum því vegna þess að Brekkuskóli fékk úthlutað degi í fjallinu 23. mars og stefnir á að hafa útivistardag þann dag. Í fyrra fengu nemendur í 4. - 10. bekk að velja um nokkra möguleika sem vakti mikla ánægju þannig að við munum bjóða aftur upp á nokkra valmöguleika.
Í næstu viku ætlum við að vera með þemadaga sem verða tileinkaðir fjölmenningu í Brekkuskóla. Samfélag Brekkuskóla samanstendur af fólki sem talar um 22 tungumál og kemur frá enn fleiri löndum. Þessa daga brjótum við upp hefðbundna hópaskiptingu og stundatöflu en skóladegi lýkur þó á venjulegum tíma hjá öllum.
Framundan
15. mars þemadagur - fjölmenning
16. mars þemadagur - fjölmenning
23. mars útivistardagur
3. - 10. apríl páskafrí
20. apríl frí sumardagurinn fyrsti
26. apríl Brekkuskólaleikar
Nánar um útivistardaginn 23. mars 2023
1.- 3. bekkur
- Kjarnaskógur - sleðar, snjóþotur og leikir
4. - 6. bekkur getur valið um:
- Hlíðarfjall - þau sem eiga búnað
- Kjarnaskógur - sleðar, snjóþotur og leikir
- Braggaparkið
7. - 10. bekkur getur valið um:
- Hlíðarfjall, þeir sem ekki eiga búnað geta leigt búnað - bretti - svig - gönguskíði
- Gönguferð í Fálkafell, fara inn í skála og hita kakó
- Gengið inn í Skautahöll, farið á skauta og gengið til baka
Nemendur í 4. - 10. bekk munu svara könnun í skólanum um þeirra val. Við biðjum ykkur foreldra um að ræða við börnin ykkar um það sem þau velja. Það er mikilvægt að þið aðstoðið þau við valið.
Hafðu samband
Email: brekkuskoli@brekkuskoli.is
Website: brekkuskoli.is
Location: v. Skólastíg
Phone: +354 414-7900
Facebook: https://www.facebook.com/brekkuskoli.is/