
Fréttamolar
12. maí 2022
Mikilvægar dagsetningar framundan
24. maí - Síðasti kennsludagur vorannar.
24. maí - Baulan.
25. og 27. maí - Matsdagar í lok vorannar.
26. maí - Uppstigningardagur.
4. júní - Brautskráning!
Líf og fjör í maí!
Það er nóg um að vera í skólanum þessa dagana og ekki síður fjör í félagslífi nemenda. Það var mjög gaman að hafa fjör í skólanum á matsdegi en á þriðjudaginn var fótboltamótið í fullum gangi og gríðarleg stemming! Matsdagar eru sannarlega vannýtt auðlind hvað varðar skemmtilega viðburði í félagslífinu og verður gaman að sjá hvort nemendur muni finna fleiri leiðir til að nýta þá betur!
Það er verulega farið að styttast í vorönninni og nú eru aðeins 8 kennslusdagar eftir! Það er hins vegar mikið í gangi og mikilvægt fyrir nemendur að klára önnina af krafti!
Umhverfisfréttafólk MS gerir garðinn frægan!
Fjölmargir nemendur MS hafa látið ljós sitt skína og skrifað skemmtilegar greinar um umhverfismál. Fyrir áhugasama má nálgasta pistlana hér
Þrír nemendur skólans gerðu sér lítið fyrir að hrepptu annað sætið í keppninni. Þetta voru þær Arna Maren, Júlía Marín og Sara Dögg!
Fótboltamótið
Það hefur gengið á ýmsu á knattspyrnuvellinum síðustu daga en fótboltamót MS hefur fyrir löngu skapað sér sess sem ein kappsamasta keppni skólaársins og nokkuð ljóst að það er allt lagt undir og gott betur!