
Hvalrekinn
1. febrúar 2024
Hvaleyrarskóli er hnetulaus skóli
Námsviðtöl 6. febrúar 2024
Námsviðtöl eru ráðgerð þriðjudaginn 6. febrúar.
Foreldrar panta viðtal í Mentor eins og verið hefur. Opnað var fyrir skráningu þriðjudaginn 30. janúar og er skráningin opin til og með sunnudeginum 4. febrúar. Þórunn Harðardóttir skrifstofustjóri hefur sett inn þau viðtöl þar sem túlkur er með. Ekki hægt að breyta tímasetningu þeirra viðtala.
Einhver viðtalanna fara fram á öðrum degi og er það þá gert í samráði við foreldra.
Stöðumat í febrúar 2024
Fyrir námsviðtalsfundina þurfa foreldrar ásamt börnum sínum, að skoða námsframvinduna inni á Mentor. Opnað verður fyrir stöðumatið í Mentor þann 4. febrúar.
Athygli er vakin á því að hæfnikortið er lifandi plagg og því getur síðasta mæling ekki alltaf gefið rétta mynd. Sum hæfniviðmið eru metin oftar en einu sinni en það á frekar við eftir því sem börnin verða eldri. Þegar svo er þarf að skoða hæfniviðmiðið í Mentor og þá kemur upp saga/námsferill, þ.e. hvaða hæfni barnið hefur náð frá því skólinn hófst. Gott er að skoða það til að gera sér grein fyrir raunverulegri stöðu.
Nú í janúar er gefin einkunn fyrir framvindu, sem ætluð er til að gefa nemendum og foreldrum nokkra hugmynd um stöðu barnsins í hverri grein. Einkunnin lýsir stöðu barnsins í febrúar 2024 en hún birtist efst á hæfnikorti nemandans í hverju fagi. Eins og áður segir opnar hæfnikortið sunnudaginn 4. febrúar. Til að gefa fyrir framvinduna notum við skalann; góð framvinda, hæg framvinda, í hættu að ná ekki lágmarkshæfni.
Hér má nálgast leiðbeiningaglærur fyrir foreldra til að skoða námsmat barna sinna.
Heimanám - Hvatning
Við viljum minna á að samkvæmt reglum um ástundun í grunnskólum Hafnarfjarðar er nám nemenda sem er í leyfi á ábyrgð foreldra. Því viljum við benda á að allar áætlanir nemenda í 1. – 10. bekk má finna inn á Mentor og hjá nemendum með spjaldtölvur/Ipad eru verkefni, áætlanir og annað efni er einnig að finna inni á Google Classroom.
Foreldrar geta nálgast námsbækur og önnur gögn í skólanum.
We would like to remind you that according to the rules on school attendance in Hafnarfjörður, the education of students who are on leave is the responsibility of the parents. We would also like to point out that all plans for students in 1st - 10th grade can be found on Mentor. In addition, for students with Ipads, assignments, plans and other material can also be found on Google Classroom.
Parents can arrange to get books from the school.
Myndir úr skólastarfinu
Álfareiðin
Samvera hjá 4 .EDG
Íþróttir hjá 1. bekk og Smáralundi
Mikilvægi læsis og móðurmáls.
Hér er hægt að nálgast bæklinga á ýmsum tungumálum um mikilvægi móðurmálsins. Að hafa gott vald á móðurmálinu hjálpar börnum að læra íslensku, þar sem tungumál vinna saman, en er ekki síður mikilvægt til að þroska með einstaklingum öryggi og sterka sjálfsmynd.
Hér er bæklingur frá Bókasafni Hafnarfjarðar um mikilvægi lesturs og að skapa notalegar lestrarstundir foreldra og barna. Þessi bæklingur er bæði á íslensku, ensku og pólsku.
https://www.hafnarfjordur.is/media/auglysingar/laesisbaeklingur-isl.pdf
https://www.hafnarfjordur.is/media/fraedsluthjonusta/laesisbaeklingur-ens.pdf
https://www.hafnarfjordur.is/media/fraedsluthjonusta/laesisbaeklingur-pol.pdf
Bekkjartenglar geta sótt um styrk fyrir viðburðum
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:00 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/