
Fréttamolar
25. maí 2022
Mikilvægar dagsetningar framundan
25. maí - Æfing fyrir útskriftarnema í Holti kl. 14:50
25. og 27. maí - Matsdagar í lok vorannar NOTUM ÞÁ VEL!
26. maí - Uppstigningardagur.
30. maí - Einkunnir birtar klukkan 20.00
31. maí - Námsmatssýning Í stofum milli kl. 11:30 - 12:00
4. júní - Brautskráning!
Síðustu skóladagarnir!
Það var frábært að sjá nemendur leika listir sínar utanhúss í blýðunni síðustu kennsludaga vorannar 2022. Að baki er mjög krefjandi önn þar sem ýmsar áskoranir létu á sér kræla í skólastarfinu og það er gott að staldra við og njóta, nú þegar loks sést til lands.
Brautskráning - æfing Í Hálogalandi í dag!
Við minnum við á æfinguna þann 25. maí klukkan 14.30 í Hálogalandi - ALGJÖR SKYLDUMÆTING FYRIR ÚTSKRIFTAREFNI!!
Brautskráning í Háskólabíói
Stóri dagurinn er 4. júní 2022 kl. 10:45 og fer athöfnin fram í Háskólabíói.
Nemendur eiga að vera mættir í Háskólabíó á útskriftardegi kl. 9:45, þar sem farið yfir síðustu atriði varðandi skipulag á hátíðinni.- Húsið opnar fyrir gesti kl. 10:15.
- Upplýsið foreldra og forráðamenn um skipulagið.
Matsdagar 25. og 27. maí!
Minnum á að mjög mikilvægt er að nemendur gæti þess að síðustu dagar vorannar eru skóladagar þó svo að kennslu ljúki þann 24. maí. Matsdagar í annarlokin eru mjög annasamir og síðasta tækifæri fyrir marga nemendur til að styrkja stöðu sína í námsmatinu!