
Fréttamolar úr MS
24. janúar 2024
Vetrarönn flýgur áfram
Nú eru aðeins rúmlega þrjár vikur eftir af vetrarönn og róðurinn aðeins tekinn að þyngjast. Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að mæta í skólann og sinna náminu vel þennan tíma sem eftir er og þannig uppskerið þið líka við lok annar.
Það eru allskonar spennandi viðburðir framundan í félagslífinu, Gettu betur lið skólans er komið áfram í sjónvarpskeppnina og því ljóst að MS-ingar munu fjölmenna í sjónvarpssal þann 8. febrúar. Söngvakeppnin Baulan er einnig skammt undan og verður örugglega skemmtilegur viðburður.
Matsdagar 25. og 26. janúar
Matsdagar eru í þessari viku á fimmtudag og föstudag. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að mæta í próf og verkefni á réttum stað og stund, verið í sambandi við ykkar kennara ef eitthvað er óljóst.
Smellið á myndina til að sjá hana dagskrána í betri upplausn.
Dagsetningar framundan 📆
25.-26. janúar: Matsdagar
1. febrúar: Baulan - söngvakeppni SMS
8. febrúar: MS keppir við Kvennó í Gettu betur
Baulan 🎶🎤
Baulan fer fram þann 1. febrúar í Gamla bíó. Miðasala hefst á næstu dögum og enn er tækifæri til að skrá atriði í keppnina - skráningarhlekkur hér neðar ⬇️
Myndatökur í skólanum 🤳
Afrit af pósti sem fór frá stjórnendum skólans til allra nemenda í dag og þarft að minna á:
Að gefnu tilefni minnum við á að upptaka og myndataka á einstaklingi án leyfis viðkomandi er með öllu óheimil í kennslustundum og í húsnæði skólans. Slík hegðun telst alvarlegt brot á reglum skólans sem og brot á opinberum reglum um persónuvernd. Verði nemendur uppvísir að upptöku/myndatöku af einstaklingum án heimildar verða þeir sendir til skólastjórnenda og brotið skráð. Ítrekuð brot geta haft íþyngjandi afleiðingar fyrir viðkomandi nemendur.
Mynda- og upptökur í kennslustundum innihalda yfirleitt fleiri aðila en þann sem myndefnið tekur og þar með geta nemendur brotið þessar reglur óafvitandi. Því ráðleggjum við nemendum einfaldlega að sleppa því að taka myndir/myndefni innan skólans nema í tengslum við námið og með leyfi allra aðila.
Auk þess þurfa nemendur að kynna sér vel þær reglur sem gilda og leiðbeina öðrum, þegar þörf er á. Markmið skólans er að öllum nemendum líði vel í skólanum og stórt skref í þá átt er að tryggja að við öll séum meðvituð um og virðum réttindi og mörk hvers annars. Verum ábyrg og heiðarleg og sýnum hvert öðru virðingu!
Viskusteinn
Það verður líf og fjör í Viskusteini í febrúar, en þá mun Guðný Lilja félagsmálastjóri standa fyrir opnum húsum fyrir nemendur á fimmtudögum. Markmiðið er að skapa eins konar félagsmiðstöðvarstemningu þar sem nemendur geta hist, gert skemmtilega hluti saman og fengið aðstoð við heimanám.
Smellið á myndina til að fylgja Viskusteini á Instagram
MS áfram í sjónvarpið í Gettu betur!
Lið MS sigraði lið FVA eftir æsispennandi keppni í 2. umferð Gettu betur síðastliðinn föstudag. Með sigri tryggði MS sér sæti í 8 liða úrslitum sem fram fara í sjónvarpinu í febrúar. MS mætir næst Kvennaskólanum í sjónvarpssal þann 8. febrúar og þangað mæta MS-ingar og styðja sitt lið! Skráning hefst fljótlega þar sem takmörkuð sæti verða í boði!! Í liðinu fyrir hönd MS eru Darri Þór, Emma Elísa og Sigurjón Nói.
Frá tölvuumsjón
Forritið Canva er komið í Menntaskýið og þar með til allra framhaldsskóla, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Canva er sniðugt forrit sem kemur að góðum notkun við hvers kyns grafíska vinnu, veggspjöld, glærugerð og uppsetningu ýmiss konar. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig nemendur geta skráð sig inn með skólaaðganginum til að geta notað Canva.
Grease
Æfingar eru hafnar á fullu fyrir sýninguna Grease sem leikfélagið Thalía mun frumsýna eftir páskafrí. Þetta er spennandi verkefni sem fjölmargir nemendur koma að með einum eða öðrum hætti. Leikstjóri Ingrid Jónsdóttir.