
Fréttabréf Grenivíkurskóla
4. tbl. 5. árg. - apríl 2024
Kæra skólasamfélag
Þá er páskafríi lokið og vonandi að nemendur, foreldrar og starfsfólk hafi notið hátíðarinnar og átt notalegar samverustundir með sínum nánustu. Framundan er síðasta kennslulota vetrarins og ótalmargt spennandi og skemmtilegt framundan.
Vorskemmtun var haldin um miðjan mars og tókst hún með mikilli prýði. Dýrin í Hálsaskógi voru sett á svið og var skemmtilegt að fylgjast með stórum og smáum dýrum vinna stóra og litla sigra á sviði, í söng og í hljóðfæraleik. Viljum við þakka öllum þeim sem komu að sýningunni með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir þeirra framlag. Þá þökkum við góðum gestum innilega fyrir komuna á sýningarnar og vonum að þeir hafi skemmt sér vel. Myndir frá sýningunum og undirbúningi þeirra má sjá hér neðar í fréttabréfinu og fær Hermann Gunnar Jónsson sérstakar þakkir, en hann á heiðurinn af flestum myndunum.
Með hækkandi sól fer að fjölga nemendum sem koma hjólandi í skólann sem er hið besta mál - þó raunar verði líklega einhver bið á því eftir nýafstaðið páskahret þar sem snjónum kyngdi niður! Við viljum allavega minna á að ávallt þarf að nota hjálm þegar hjólað er, og á það við jafnt um hefðbundin hjól sem hlaupahjól og rafhjól.
Með kveðju úr skólanum,
Þorgeir Rúnar Finnsson
skólastjóri Grenivíkurskóla
Páskagetraun
Árleg páskagetraun Grenivíkurskóla fór fram síðustu daga fyrir páskafrí, en þá fengu nemendur á unglingastigi að spreyta sig á ýmsum þrautum, t.d. að þekkja fána, útlínur landa, málshætti og fleira.
Eftir harða keppni voru úrslitin á þá leið að í þriðja sæti var Tómas Rafn Harðarson með 108 stig, í öðru sæti var Jóhann Kári Birgisson með 114 stig en í efsta sæti var Sigurður Arnfjörð Bjarnason með 116 stig af 150 mögulegum. Tvö stig fást fyrir rétt svar og því munaði aðeins einu réttu svarið á tveimur efstu!
Þetta árið fékk miðstigið einnig að spreyta sig á þrautunum og þar voru þau Marit Siana Dercourt, Angantýr Magni Guðmundsson og Sindri Páll Ragnarsson í efstu þremur sætunum.
Þessir öflugu krakkar fengu páskaegg að launum, og við óskum þeim til hamingju með góðan árangur!
Hér getið þið skoðað og spreytt ykkur á gátunum sem lagðar voru fyrir.
Heilsueflandi skóli
Dagatal Velvirk fyrir þennan mánuð ber yfirskriftina "aktíf í apríl". Á dagatalinu má finna ýmsar tillögur sem eru í anda þess sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað fólki að lifa hamingjuríkara lífi, svo sem að gefa af sér, tengjast öðrum, finna tilgang, leika sér og njóta augnabliksins.
Smellið hér til að sjá útprentanlegt pdf-skjal með dagatalinu.
Grænfáninn
Frekari upplýsingar og hugmyndir að ýmsum verkefnum má finna á hér.
Myndir úr skólastarfinu
Matseðill
Á döfinni í apríl
- 1. apríl: Annar í páskum.
- 2. apríl: Starfsdagur - frí hjá nemendum.
- 3. apríl: Kennsla hefst á ný að loknu páskaleyfi.
- 9. apríl: Samskóladagur í Valsárskóla fyrir nemendur í 5.-7. bekk.
- 16. apríl: Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk - innanhússkeppni.
- 23. apríl: Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk - lokakeppni haldin í Grenivíkurskóla.
- 25. apríl: Sumardagurinn fyrsti - frí.
Útgefandi: Grenivíkurskóli
Ábyrgðarmaður: Skólastjóri Grenivíkurskóla
Tölvupóstur: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is
Heimasíða: http://www.grenivikurskoli.is
Sími: 414-5413
Facebook: Grenivíkurskóli