
Fréttabréf Síðuskóla
7. bréf - mars - skólaárið 2023-2024
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Nú er marsmánuður runninn upp og enn eitt fréttabréfið lítur dagsins ljós. Það er vor í lofti og ótrúlega gaman að sjá sólina hækka á lofti með hverjum deginum sem líður. Þann 14. mars er útivistardagur skólans ráðgerður og förum við með alla nemendur skólans í Hlíðarfjall. Það er vonandi að veðurguðirnir verði með okkur í liði þetta skólaárið og við komumst í fjallið á ráðgerðum degi. Við sendum nánari upplýsingar heim þegar nær dregur.
Þann 19. febrúar hófum við 100 miða leikinn sem er árlegur viðburður í skólastarfinu. Leikurinn stendur yfir í tvær vikur og er markmiðið með honum að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglunum. Starfsmenn gefa 10 nemendum á dag sérstaka hrósmiða sem eru settir á spjald með reitum merktum frá 1 til 100. Búið er að velja vinningsröð á spjaldinu og kemur svo í ljós í lok leiks hvaða nemendur eru í vinningsröðinni. Á morgun kl. 9:15 verður tilkynnt á sal hvaða röð vann og hver umbunin verður.
Við viljum hvetja ykkur foreldrana að gera eitthvað skemmtilegt með árgöngunum. Það er hægt að vera í salnum hér í skólanum ef hann er laus og síðan eiga einhverjir árgangar peninga inn á reikningi. Við höfum einnig lánað salinn fyrir afmæli ef öllum hópnum er boðið.
Bestu kveðjur úr skólanum,
Ólöf, Malli og Helga
Upphátt
Síðastliðinn þriðjudag, 28. febrúar var Upphátt, áður Stóra upplestrarkeppnin, haldin á sal skólans. Þar lásu 8 nemendur úr 7. bekk sem höfðu komist áfram eftir bekkjarkeppnina. Allir keppendur stóðu sig mjög vel, en að lokum þurfti að velja tvo nemendur áfram til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður 7. mars næstkomandi í Hofi. Þeir nemendur sem voru valdir eru þau Hlynur Orri Helgason og María Líf Snævarsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni næstkomandi fimmtudag. Hér til hliðar má sjá mynd af vinningshöfunum.
Nemendur í 5. bekk taka þátt í Barnamenningarhátíð
Fimmtudaginn þann 11. apríl mun 5. bekkur í Síðuskóla standa fyrir Góðgerðarkaffihúsi hér í Síðuskóla milli klukkan 16 og 18.
Nemendur ætla að bjóða upp á kaffi og djús, dansatriði, tónlistaratriði og andlitsmálningu fyrir börn. Hægt verður að kaupa meðlæti með kaffinu á vægu verði auk listmuna, bakkelsi og forræktaðar plantna sem nemendur hafa verið að vinna að. Nemendur munu síðan afhenda Barnadeild SAK ágóðann af sölunni.
Nýr klifurveggur vígður
Föstudaginn síðasta opnuðum við klifurvegg í skólanum. Við fengum góðan styrk frá Norðurorku til að vinna þetta verkefni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Steinar íþróttakennari hefur haft yfirumsjón með verkefninu. Veggurinn var settur upp í stofu D2 sem er notuð fyrir Frístund eftir hádegi. Nemendur úr 9. bekk máluðu bakgrunn og í framhaldinu kom Maggi frá 600 klifurá föstudag og setti upp grip og var veggurinn þá klár í notkun. Við þökkum öllum sem komu að þessu og verður gaman að geta boðið nemendum að spreyta sig í klifri. Myndin sem fylgir er frá því þegar veggurinn var vígður sl. föstudag.
Harry Potter þema í 4. bekk.
Í morgun var lokaafrakstur Harry Potter þema sýndur í 4. bekk, en bekkurinn hefur verið að vinna að þemanu undanfarnar vikur. Ákveðið var að tengja verkefið við nýsköpun og fengu allir nemendur að gera sviðsmynd að eigin vali úr sögunni. Þau ákváðu svo sjálf hvernig útfærslan var og var gaman að sjá hversu hugmyndarík þau voru þegar kom að því að finna efni og búa til sviðsmynd. Hér fylgja nokkrar myndir af þessu flotta verkefni.
Á döfinni
4. mars
Hinsegin fræðsla í 3. og 6. bekk
5. mars
100 miða leikurinn í íþróttahúsinu
7. mars
Lokahátíð Upphátt í Hofi kl. 14.30
14. mars
Útivistardagur
19. mars
Hinsegin fræðslaí 7. bekk
22. mars
Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí
2. apríl
Kennsla hefst að loknu páskafríi