
Fréttamolar úr MS
16. febrúar 2024
Mikilvægar dagsetningar á annarskilum
Kæru nemendur. Nú er síðasta kennsludegi vetrarannar lokið en næstu dagar skipta þó líka miklu máli. Mánudag og þriðjudag 19.-20. febrúar verða síðustu matsdagar annarinnar og afar mikilvægt að nýta þá vel. Hér má svo sjá dagsetningar framundan:
Dagskrá matsdaga
Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf/verkefni á réttum stað og stund!
Góðgerðarvika SMS
Uppskerutími hjá nemendum í lokaverkefni í félagsfræði
Það var af nógu að taka þegar nemendur í félagsfræði kynntu verkefni sín á veggjum og gluggum Langholts í gær. Samfélagsmiðlar, farsæld ungs fólks og afbrotafræðin komu mikið við sögu og greinilegt að það eru upprennandi samfélagsrýnar í þessum hópi sem munu án efa láta að sér kveða í framtíðinni.
Brautskráning úr MS 2. mars
Útskrift vetrarannar fer fram við hátíðlega athöfn í Holti, sal skólans, laugardaginn 2. mars kl. 11:00. Útskriftarefni hafa fengið póst með nánari upplýsingum og fá formlegt boðskort á útskrift þegar allar einkunnir eru í höfn í næstu viku.
Lífshlaupið
Við hvetjum nemendur til að skrá sig til leiks á lifshlaupid.is í Nemendalið Menntaskólans við Sund og fá stig og mögulega verðlaun fyrir sína hreyfingu! 🏃🚴🚶