Vélstjórn A
HAUSTÖNN 2024
Til nemenda
Allir nemendur sem ætla að stunda nám við skólann á haustönn 2024 verða að velja áfanga í INNU. Námsframboð er birt með fyrirvara um næga þátttöku í áföngum.
Vélstjórnarnám skiptist í fjögur námsstig; A, B, C og D. A og B stig eru kennd í MÍ. Hvert stig fyrir sig veitir ákveðin réttindi samkvæmt reglugerð 535/2008.
Vélstjórnarnám A er hægt að taka í beinu framhaldi af grunnnámi málm- og véltæknigreina. Markmið brautarinnar er að mennta þá sem hyggjast afla sér réttinda til starfa á skipum með vélarafl minna en 750 kW og sækjast ekki eftir frekara vélstjórnarnámi. Gert er ráð fyrir að atvinnuþátttaka fram til 18 ára aldurs veiti nemanda þann grunn að hann sé fær um að takast á við nám sem skipulagt er í samræmi við þessa námsbrautarlýsingu. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.
Vinsamlegast veldu í INNU:
Menntaskólinn á Ísafirði
Tölvupóstur: misa@misa.is
Heimasíða: www.misa.is
Heimilisfang: Torfnes, Ísafjörður, Iceland
Sími: 450 4400
Fésbókarsíða: https://www.facebook.com/menntaisa/