
Fréttabréf Síðuskóla
8. bréf - apríl - skólaárið 2023-2024
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Það er óhætt að segja að farið sé að síga á seinni hlutann á þessu skólaári. Það er margt framundan í apríl. Þar má nefna Góðgerðar- menningarkaffihús sem 5. bekkur stendur fyrir fimmtudaginn
11. apríl en það er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar.
Þann 26. apríl er skipulagsdagur og frí hjá nemendum, opið er í Frístund þann dag.
Þó ekki sér sumarlegt úti fyrir höldum við ótrauð áfram, trúum því að vorið sé handan við hornið og ekki ástæða til annars en að horfa bjartsýn fram á veginn.
Bestu kveðjur úr skólanum,
Ólöf, Malli og Helga
Nemendur í 5. bekk með Góðgerðar- og menningarkaffihús á Barnamenningarhátíð
100 miða leikurinn
Frá 19. febrúar til 1. mars sl. var 100 miða leikurinn í gangi hjá okkur í skólanum. Þessi leikur gengur út á það að á hverjum degi í 10 daga fá einhverjir 10 nemendur sérstaka hrósmiða fyrir góða hegðun. Í lokin voru tíu nemendur dregnir út af þessum 100 og fengu þeir verðlaun ferð á Hjalteyri í 600 klifur. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðinni sem tókst í alla staði vel.
Nýr klifurveggur
Fyrir skömmu var settur upp nýr klifurveggur í Síðuskóla fyrir styrk sem skólinn fékk frá Norðurorku. Veggurinn var settur upp í stofu D2 og hefur verið mikið notaður síðan hann var settur upp. Maggi hjá 600 Klifur hjálpaði okkur við að setja vegginn upp sem nýtur mikilla vinsælda.
Góður árangur í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri
Þann 7. mars sl. fór fram lokahátíð Upphátt í Hofi. Þar voru mættir 13 keppendur frá grunnskólum Akureyrarbæjar. Okkar fulltrúar voru þau María Líf Snævarsdóttir og Hlynur Orri Helgason. Þau stóðu sig bæði frábærlega og voru flottir fulltrúar skólans. Á myndinni má sjá keppendur Síðuskóla eftir keppnina. Einnig má geta þess að nemandi Síðuskóla, Ýmir Helgi Teitsson, vann samkeppnina um mynd keppninnar í ár en hún sést í bakgrunni.
Líf og fjör í Áttunni
Síðuskóli tekur þátt í Fiðringi á Norðurlandi
Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk í anda Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Fiðringur fer fram í Hofi 8. maí. Í Síðuskóla er hópur nemenda að undirbúa þátttöku undir leiðsögn Sindra Swan. Það verður spennandi að sjá afraksturinn í Hofi í maí!
Einstakur apríl
Við hvetjum alla til að nota apríl til að kynna sér einhverfu. Á heimasíðu félagsins, https://einstakurapril.is/ er til að mynda að finna frábærar stuttar teiknimyndir sem tilvalið er fyrir foreldra að skoða með börnunum sínum og þannig skapa umræðu um margbreytileikann.
Í apríl munu allir nemendur í Síðuskóla fá fræðslu um einhverfu en við skólann er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með einhverfu.
Á döfinni
8. apríl
VMA kynning í 9.bekk kl. 8:50-9:35
9. apríl
Framhaldsskólinn á Laugum - kynning fyrir 9. og 10.bekk kl. 09:55
11. apríl
Góðgerðar- menningarkaffihús 5. bekkjar
16. apríl
Snjallvagninn heimsækir 6.-10. bekk
18. apríl
Fræðsla í 9. bekk - Sjúk ást
Skáld í skólum - rithöfundar heimsækja 8.-10. bekk
19. apríl
Skoffín og skringilegheit - sýning fyrir 5.-7. bekk
22.-24. apríl
Þemadagar
Hreyfingin - Góðgerðarhlaup UNICEF
25. apríl
Sumardagurinn fyrsti - frídagur
26. apríl
Skipulagsdagur, opið í Frístund
30. apríl
Skólahreysti, Norðurlandsriðill
Skóladagatal 2024-2025
Skóladagatal næsta skólaárs liggur ljóst fyrir. Hér má sjá mynd af því, gott fyrir þá sem vilja skipuleggja sig lengra fram í tímann.