
Fréttamolar úr MS
28. febrúar 2024
Gleðilega vorönn!
Vorönn er hafin og sólin farin að hækka á lofti. Stundatöflur ættu nú að vera allar komnar í lag en ef eitthvað er athugavert er mikilvægt að þið hafið samband við skrifstofuna eða Ágúst námsskrár- og námsbrautastjóra. Sum ykkur eruð að fara inn í ykkar síðustu önn á framhaldsskólagöngunni og önnur eru að stíga sín fyrstu skref í MS. Við hlökkum til að vinna með ykkur á vorönn! 🌞
Dagsetningar framundan
- Fimmtudagur 29. febrúar: MS keppir við MR í Morfís. Keppnin fer fram í Þrísteini og hefst kl. 18:15. Hvetjum ykkur að koma og hvetja okkar fólk til sigurs - notið inngang í Þrísteini!
- Föstudagur 1. mars: Kennsla fellur niður í skólanum vegna Starfsþróunardags framhaldsskólanna þar sem starfsfólk MS hittir starfsfólk annarra framhaldsskóla og lærir hvert af öðru.
- Laugardagur 2. mars: Brautskráning úr MS. Athöfn hefst kl. 11 en útskriftarefni mæta kl. 10 á æfingu.
- Mánudagur 4. mars: Síðasti frestur til að skrá sig úr áfanga á vorönn - eyðublað á skrifstofu.
- Fimmtudagur 7. mars: Árshátíð SMS
- Vikan 11.-15. mars: Jafnréttisvika
- Miðvikudagur 13. mars: Opið hús í MS kl. 16-18.
- Fimmtudagur 14. mars: Aðalfundur SMS
- Vikan 18.-21. mars: Kosningavika SMS
Niðurstöður sýnatöku í húsnæði MS
Árshátíð SMS
Árshátíð SMS verður haldin í Gullhömrum og Víkinni fimmtudaginn 7. mars og hefst miðasalan strax eftir helgi. Miðasala verður annars vegar á matinn og hins vegar á ballið svo nemendur geta valið hvort þeir mæti á bæði eða annað hvort. Nemendur sem voru í edrúpotti á 85 ballinu geta boðið með sér gesti á ballið.
Háskóladagurinn
Háskóladagurinn er laugardaginn 2.mars 2024. Þá gefst öllum tækifæri til þess að kynna sér námsframboð háskólanna á milli kl. 12-15. Við hvetjum ykkur öll til að fara og kynna ykkur það sem er í boði, sama hvenær þið stefnið á útskrift. Ef einhverjar spuringar vakna er alltaf velkomið að heimsækja náms- og starfsráðgjafa skólans, þær Hildi Höllu og Fjólu Dögg, en HÉR má bóka tíma.
Smelltu á myndina til að fá nánari upplýsingar um Háskóladaginn.
Skólagjöld vorannar
Vegna tæknilegra örðugleika voru skólagjöld vorannar lögð á fremur seint en nú ættu allir að hafa fengið sendan greiðsluseðil. Skrifstofustjóri sendi póst á alla nemendur og forsjárfólk með nánari upplýsingum um gjöldin fyrr í dag.
Ætlar þú í framboð? 🗳️
Langar þig að taka þátt í félagslífi MS? Endilega skelltu þér í framboð! Kosið verður í stjórn SMS í marsmánuði. Á næstunni verður fyrirkomulagið kynnt nánar - fylgist með!
Hagnýtar upplýsingar um þjónustu í skólanum
Aldrei er góð saga of oft kveðin. Við minnum á fjölbreytta þjónustu í skólanum.
Náms- og starfsráðgjafar sinna nemendum á faglegan hátt í námi þeirra og einkamálum. Ráðgjöfin er veitt í trúnaði við nemendur.
Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg málefni.
Tölvuumsjón aðstoðar með tölvu- og tækjabúnað.
Á skrifstofu skólans er hægt að leita ráða með ýmis mál, fá lánaðar reiknivélar, kennslubækur og hleðslutæki fyrir tölvur.
Viskusteinn er upplýsinga- og tæknimiðstöð skólans.