
Flataskólafréttir
Skólaárið 2022-2023 - 3. apríl 2023
Kæra skólasamfélag!
Það hefur mikið mætt á starfsfólki og nemendum í Flataskóla undanfarnar vikur og mánuði vegna framkvæmda og viðgerða á skólanum. Við höfum hins vegar náð að halda skólastarfi gangandi með samhentu átaki og lausnamiðaðri nálgun. Verkfræðistofan Mannvit hefur nú tjáð okkur að framkvæmdum á þeim svæðum sem við höfum beðið eftir til að geta notað á þessu skólaári verði lokið eftir páska að sinni og aðrar framkvæmdir muni hefjast aftur þegar skóla lýkur í sumar.
Þetta þýðir að skólastarf getur farið fram í húsinu án þess að framkvæmdir séu í gangi á göngum skólans sem mun skipta okkur miklu máli. Áfram verður unnið að því að hreinsa skemmt efni m.a. úr smíðastofu skólans og matsal, en það verður gert þannig að umgangur iðnaðarfólks og framkvæmdaraðila verður ekki um skólann.
Þegar nemendur snúa aftur eftir páskaleyfi verður búið að ljúka þrifum á skólanum og við fáum afhentar fjórar kennslustofur til viðbótar. Það verður áfram þröngt um okkur og án efa verður þörf á áframhaldandi lausnamiðaðri nálgun í skólastarfinu – en þetta mun létta mjög á okkur öllum, starfsfólki og nemendum.
Í sumar fara fram umfangsmiklar framkvæmdir, svo sem á þaki skólans og aðrar framkvæmdir sem eru hávaðasamar og viðamiklar. Við sendum út nánari upplýsingar um þær á seinni stigum, en útboð vegna þessara framkvæmda mun hefjast fljótlega. Fyrirsjáanlegt er að suðurálma skólans verður ekki tilbúin til notkunar næsta vetur. Það sleppur hins vegar til vegna þess að nemendum í skólanum mun fækka nokkuð milli ára því við útskrifum rúmlega 70 nemendur úr 7. bekk en fáum inn rúmlega 30 nemendur í 1. bekk. Að auki hefur svo verið ákveðið að leikskóladeild skólans verði flutt annað frá og með haustinu.
Mig langar að þakka og hrósa bæði okkar frábæra starfsfólki og nemendum fyrir þeirra vinnu og framlag síðustu vikur. Við í Flataskóla óskum ykkar gleðilegs páskaleyfis og sjáumst hress eftir páska!
Kærar kveðjur úr skólanum,
Ágúst skólastjóri
Leikskóladeildin flytur "heim"
Helstu viðburðir á næstunni
- 1.-10. apríl - Páskaleyfi grunnskóla
- 11. apríl - Kennsla hefst skv. stundaskrá að loknu páskaleyfi
- 19. apríl - Flatóvisjón
- 20. apríl - Sumardagurinn fyrsti - Frí
- 1. maí - Verkalýðsdagurinn - Frí
- 4. maí - Árshátíð 7. bekkjar
- 12. maí - Schoolovision
- 16. maí - 3. bekkur í sveitaferð
- 18. maí - Upptigningardagur - Frí
- 19. maí - Skipulagsdagur
- 29. maí - Annar í hvítasunnu - Frí
- 7. júní - Skólaslit
Upplestrarkeppni 7. bekkjar
Grease
Skíðaferðir
Foreldrakönnun Skólapúlsins
Flestir þættir könnunarinnar koma vel út, sérstaklega hvað varðar líðan og velferð nemenda, þ.e. líðan í skólanum, samskipti starfsfólks við nemendur, stöðu eineltismála o.s.frv. Hins vegar taka viðhorf foreldra til aðstöðu í skólanum hressilega dýfu og þarf það ekki að koma á óvart miðað við stöðuna í húsnæðismálunum hjá okkur þegar könnunin var lögð fyrir. Lesa má út úr niðurstöðunum að koma þurfi betur til móts við stúlkur á miðstigi skólans hvað varðar nám og kennslu, vinnufrið í kennslustundum o.fl. og er það punktur sem við þurfum að skoða sérstaklega.
Skóladagatal næsta skólaárs
Skóladagatal næsta skólaárs liggur nú fyrir og má sjá það hér fyrir neðan (hægt að smella á myndina til að fá fulla stærð). Skólasetning verður 23. ágúst, vetrarleyfi dagana 19.-23. febrúar og skólaslit 7. júní.
Opinn fundur skólaráðs 29. mars 2023
Opið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023
Er framúrskarandi kennari, verkefni og/eða menntaumbætur í þínu sveitarfélagi? Því ekki að tilnefna þau til íslensku menntaverðlaunanna?
Íslensku menntaverðlaunin 2023 verða afhent að Bessastöðum í nóvember næstkomandi og nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar.
Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Verðlaunin eru í fimm flokkum:
- Framúrskarandi skóla- eða menntaumbætur
- Framúrskarandi kennari
- Framúrskarandi þróunarverkefni
- Framúrskarandi iðn- og verkmenntun
- Hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka
Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 1. júní n.k.
Sjá nánar: https://skolathroun.is/menntaverdlaun/
Mentor - handbók fyrir aðstandendur
Opnunartími skrifstofu
Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið flataskoli@flataskoli.is
Mælst er til að foreldrar/aðstandendur skrái veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is eða með Mentor appinu.
Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti eða í síma 513 3500. Vakin er athygli á að ef veikindi vara lengur en einn dag skal tilkynna daglega.
Flataskóli Garðabæ
Email: flataskoli@flataskoli.is
Website: flataskoli.is
Location: Flataskóli, Gardabaer, Iceland
Phone: 513 3500