
Fréttamolar úr MS
31. ágúst 2023
Gleðilegt nýtt skólaár!
Kæru nemendur.
Velkomin í skólann á haustönn 2023. Skólaárið okkar hefst með öflugri nýnemadagskrá og nóg um að vera næstu daga.
Framundan eru nokkrar dagsetningar sem þið skuluð leggja á minnið:
- Föstudagur 1. september: Frestur til að segja sig úr áfanga til kl. 14:00. Nemandi þarf að koma á skrifstofu skólans og fylla út sérstakt eyðublað í þessum tilgangi.
- Þriðjudagur 5. september: Nýnemaball SMS í Gamla bíó
- 6.-8. september: Nýnemaviðtöl þar sem nýnemar geta sóst eftir að komast í nefndir SMS
Skóladagatal Menntaskólans við Sund skólaárið 2023-2024
Smellið á myndina fyrir betri upplausn 👆👆👆
Ný heimasíða
Nýr félagsmálastjóri 🙂
Guðný er með aðstöðu í Viskusteini - upplýsinga- og tæknimiðstöð og er þar við alla daga nema föstudaga. Einnig er hægt að hafa samband við Guðnýju á felagsmalastjori@msund.is
Náms- og starfsráðgjöf
Í MS starfa þrír námsráðgjafar sem aðstoða nemendur við ýmis mál. Á heimasíðunni má lesa meira um þjónustuna.
Skólahjúkrunarfræðingur 🏥
Skólahjúkrunarfræðingur Menntaskólans við Sund er Berglind Guðmundsdóttir. Nemendur geta komið við, bókað tíma rafrænt eða sent tölvupóst. Fyrirspurnir mega vera nafnlausar. Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu.
Viðverutími og staðsetning
- Viðvera: Þriðjudaga kl. 9-15 og miðvikudaga kl. 8-11.
- Staðsetning: Undraland (innst til vinstri í Jarðsteini)
Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál varðandi:
- Meiðsli og sjúkdóma
- Áfengis- og eiturlyfjaneyslu
- Reykingar
- Kynheilbrigði
- Tilfinningaleg og geðræn vandamál
- Verki eða vanlíðan
- Mataræði og hreyfing
- Sjálfsmynd og líkamsímynd
Auk viðtalstíma fyrir nemendur mun skólahjúkrunarfræðingur
- vera með fræðslu í skólanum sem tengist heilbrigðismálum
- vera í samstarfi við forvarnarfulltrúa skólans við vinnu að forvörnum
- vera innanhandar með ráðgjöf til kennara og starfsfólks
- sjá um eftirfylgni nemenda sem eiga við veikindi eða önnur vandamál að stríða
- finna meðferðarúrræði fyrir nemendur sem á því þurfa að halda.
Jöfnunarstyrkur
Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni. Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn. Nánari upplýsingar á heimasíðu Menntasjóðs.
Nýnemaballið - mikilvægt
- Nýnemaballið fer fram í Gamla bíó þriðjudaginn 5. september kl. 22-1
- Miðasala er hafin og fer fram í gegnum AUR. AUR rukkun er send á alla nemendur skólans og þeir ýmist samþykkja og kaupa miða eða hafna rukkun. Spurningar er varða miðasöluna sendist á nemendafélagið á Instagram eða á sms@msund.is
- Nýnemaballið er eingöngu fyrir nemendur MS
- Allir nýnemar þurfa að blása í áfengismæli við inngöngu á ballið og skrá sig þar með í edrúpottinn.
- Skilyrði fyrir inngöngu á ballið að nýnemar blási - hringt í forsjárfólk ef nemandi neitar að blása eða mælist undir áhrifum
- Öllum nemendum skólans boðið að blása við innganginn og skrá sig þar með í edrúpott
- Veglegir vinningar í edrúpotti
- Nemendur í edrúpotti mega bjóða með sér gesti á næsta ball