
Vikulokin
Fyrstu skólalokunarviku að ljúka - 18.03.2020
Þið eruð frábær!!!
Nemendur og kennarar skólans hafa einfaldlega farið á kostum í vikunni og aðlagað sig breyttum aðstæðum á ljóshraða. Þvílíkur dugnaður, lausnamiðun, tæknikunnátta, frumkvæði... Þið eruð best! Þess vegna er þessi gæsahúð ;)
Ég hlakka til að fylgjast með náminu og kennslunni áfram í þessum breyttu aðstæðum sem við erum lent í. Þetta er langhlaup og mikilvægt að láta ekki deigan síga.
Ykkur nemendur hvet ég til að nota allar þær leiðir sem bjóðast til að vera í virkum samskiptum við félaga ykkar og vini. Sem betur fer er enn hægt að spjalla aðeins í tímum en einn möguleikinn í Bláa hnettinum er að starta einkasamtali við samnemanda.
Við lögðum upp í þessa vegferð með þrjú megin markmið; að halda takti, virkni og félagslegum samskiptum. Höldum áfram að hafa þessi markmið að leiðarljósi.
Skóli er svo mikið meira en námsgreinar og í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast reynir enn meira á að við séum skapandi og lausnamiðuð og finnum leiðir til að vera virk félagslega. Tæknin til þess er til staðar og það er okkar allra að finna leiðir til að nota hana.
Ég óska ykkur góðrar helgi.
Lilja