
Delta kappa Gamma á Íslandi
Fréttabréf forseta í nóvember 2018
Efst á baugi
Eins og í fyrri mánuðum fer talsvert púður í undirbúning alþjóðaráðstefnunnar hjá okkur í sumar. Svona ráðstefnur eru með stærstu viðburðum sem hvert landssamband heldur og ég hvet ykkur til að láta þetta tækifæri til þátttöku í alþjóðlegu starfi samtakanna ekki fram hjá ykkur fara. Eftir reynslu mína frá síðasta sumri tek ég undir orð margra DKG kvenna um að það sé ekki fyrr en maður hefur farið á alþjóðaráðstefnu sem maður skilur almennilega hvernig þessi samtök virka og fyrir hvað þau standa. Manni hættir nefnilega oft til að skoða heiminn einungis frá eigin sjónarhorni, sem er eðlilega nærtækast, en þegar betur er að gáð er hann flóknari en það gefur til kynna. Í alþjóðlegu samstarfi verður maður áþreifanlega var við ólík sjónarhorn og það víkkar skilning manns á viðfangsefnum samtakanna.
Ráðstefnan 25.-27.júlí 2019
Dagskrá ráðstefnunnar er í mótun og búið er að setja ramma um helstu atriðin. Eins og venjan er verður boðið upp á styttri vinnustofur og örfyrirlestra. Félagskonum gefst þar tækifæri til að koma efni á framfæri sem þær hafa verið að vinna með og tengist þema ráðstefnunnar sem er ,, Professional Research and Practise in enhancing Learning Community and the 6C”. 6C stendur fyrir ,,Character education, Citizenship, Collaboration, Communication, Creativity and Critical thinking” sem þýða má sem mannkostamenntun, borgaravitund, samvinna, samskipti, sköpun og gagnrýnin hugsun. Sækja skal um fyrir 15.febrúar á sérstöku eyðublaði sem finnst á https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScMuy3jcSPTti7v7GNjLnK9bwXL7UBDbN_ggRGCDvodKz_vTA/viewform.
Frekari upplýsingar má fá með því að senda póst á Ingibjörgu Jónasdóttur, Evrópuforseta sem jafnframt er ábyrgðaraðili ráðstefnunnar netfangið er dkg.rd.europe@gmail.com.
Námsstyrkjasjóðir
Veittur er styrkur úr íslenska námsstyrkjasjóðnum þau ár sem landssambandsþing er haldið og það þýðir að styrkir verða veittir í vor. Umsóknarfrestur um styrk úr íslenska sjóðnum er til 1.mars, sjá úthlutunarreglur á https://www.dkg.is/is/styrkir/namsstyrkjasjodur.
Umsóknarfrestur um styrk úr alþjóðlega sjóðnum er til 1.febrúar. Doktorsnemar ganga að öllu jöfnu fyrir um þann styrk. Sjá úthlutunarreglur á https://www.dkg.org/DKGMember/Committees/Society_Mission_Purposes/Scholarship/DKGMember/Committees/Society_Mission_Purposes/Scholarship.aspx?hkey=96c33fe2-4ea6-4f6d-bc71-6c8225b176a0.
Aðildarnúmer í DKG
Nú er stefnt að því að gera breytingar á starfi samtakanna þannig að flest það sem hægt er að sýsla með rafrænt fari um netheima. Þar er meðal annars átt við skráningar félagskvennar á ráðstefnur því er mikilvægt að við búum okkur allar til ,,prófíl” á síðu alþjóðasamtakanna. Til að búa til prófíl er farið á vef alþjóðasamtakanna og á flipann ,,my account”. Þar skráið þið ykkur inn, notendanafnið er lykilorðið sem er á félagaskírteininu ykkar og lykilorðið er dkg2014society. Þið búið síðan til nýtt lykilorð eftir fyrstu innskráningu. Mikilvægt er að þær sem ekki hafa þegar gert þetta gangi í það hið snarasta. Oft eru konur í vandræðum með að muna númerið á félagaskírteininu en gjaldkerar deildanna fá það sent frá höfuðstöðvum, áður var það á skírteininu sem gjaldkerar fengu eftir að gjöld deildanna höfðu verið greidd, en nú fá þeir sérstakan póst (form 18) frá þeim þar sem þeir eru beðnir að yfirfara nafnalista og á þeim nafnalista eru númer félagskvenna. þannig að ef konur eru í vanda geta þær haft samband við gjaldkera sinnar deildar. Þessi númer breytast ekki frá ári til árs og til hagræðingar hefur okkur dottið í hug hvort ekki væri til þægðarauka að hafa þau skráð í félagatalið hjá hverri og einni konu. Við biðjum ykkur að taka það til umræðu í deildunum og minnum um leið þær deildir sem enn eiga eftir að lagfæra félagatalið sitt að gera það hið skjótasta.