
Fréttabréf Síðuskóla
8. bréf - apríl - skólaárið 2022-2023
Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!
Það er óhætt að segja að farið sé að síga á seinni hlutann á þessu skólaári. Þegar páskaleyfinu lýkur þá erum við komin fram í apríl.
Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur verið tekin sú ákvörðun að hafa leikskóladeild í Síðuskóla á næsta skólaári. Elsta deild leikskólans Krógabóls mun verða í skólanum og verða stofur C1 og C2 notaðar. Nemendum skólans mun einnig fjölga því gert er ráð fyrir um 50 nemendum í 1. bekk og áætlaður nemendafjöldi því um 380. Í gær mætti Guðrún Schmidt í úttekt á vegum Landverndar því við í skólanum stefnum á að fá Grænfánann afhentan í 9. skipti 25. apríl næskomandi á degi umhverfisins. Sýningin Sköpun bernskunnar er í fullum gangi í Listagilinu og hvetjum við ykkur til að fara að skoða hana. Þar eiga nemendur Síðuskóla glæsilegt verk og einnig er hægt að skoða verk úr öðrum skólum.
Annars höldum við ótrauð áfram, vorið handan við hornið og ekki ástæða til annars en að horfa bjartsýn fram á veginn.
Bestu kveðjur úr skólanum,
Ólöf, Malli og Helga
Tilnefningar til fræðslu- og lýðheilsuráðs
Við viljum vekja athygli á að búið er að opna fyrir tilnefningar fyrir framúrskarandi skólastarf á vef Akureyrarbæjar. Tekið er við tilnefningum til 9. apríl og mun hátíðin vera haldin í Menningarhúsinu Hofi þann 2. maí kl. 16:30. Við hvetjum ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta tækifæri og koma hrósi áleiðis fyrir vel unnin störf í skólum bæjarins. Hægt er að senda inn tilnefningar fyrir nemendur, kennara/starfsfólk og verkefni/skólar.
Slóð á tilnefningarformin er að finna á vef Akureyrarbæjar
Leikskóladeild í Síðuskóla næsta vetur
Framkvæmdir á skólalóð Síðuskóla
Laus störf við Síðuskóla
Útivistardagur
Teiknisamkeppni MS
Fyrir skömmu tók 4. bekkur skólans þátt í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Alls bárust 1200 myndir í keppnina frá 60 skólum um land allt. Að lokum vor tíu verðlaunamyndir valdar úr þessum mikla fjölda og var ein þeirra frá Síðuskóla. Það voru þær Edda Bjarney Víkingsdóttir, Aþena Vigdís Sigurðardóttir og Ragnheiður Lilja Steinarsdóttir sem teiknuðu myndina. Þær fengu allar viðurkenningarskjal en auk þess fékk myndin peningaverðlaun sem fara í bekkjarsjóð. Við óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn. Á myndunum sem fylgja má sjá verðlaunamyndina og verðlaunahafana.
Heimsókn í Framhaldsskólann á Laugum
Góður árangur í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri
Þriðjudaginn 7. mars fór fram lokahátíð Upphátt í Hofi. Þar voru mættir 14 keppendur frá grunnskólum Akureyrarbæjar. Okkar fulltrúar voru þær Arna Lind og Sigurlaug Salka. Þær stóðu sig báðar frábærlega en Arna Lind lenti í 2. sæti. Á myndinni má sjá keppendur Síðuskóla eftir keppnina.
Síðuskóli tekur þátt í Fiðringi á Norðurlandi
Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Akureyrar og nágrennis og fer nú fram í annað sinn. Í ár taka 12 skólar þátt. Það verða tvær undankeppnir 18. og 19. apríl og svo úrslitakvöld í Hofi 25. apríl. Síðuskóli á Fiðringslið sem keppir í Laugaborg 19. apríl kl. 20.
Á döfinni
11. apríl
Kennsla hefst að loknu páskafríi.
11. apríl
9. bekkur - námsráðgjafar VMA koma og kynna skólann.
19. apríl
Undankeppni Fiðrings í Laugaborg
25. apríl
Úrslitakvöld Fiðrings í Hofi
26. apríl
Skólahreysti - Norðurlandsriðill
Skóladagatal 2023-2024
Skóladagatal næsta skólaárs liggur ljóst fyrir. Gott að vita fyrir þá sem vilja skipuleggja sig lengra fram í tímann.
Hér er hlekkur á skóladagatalið en það er að finna á heimasíðu skólans.