
Bolungur
Fréttabréf Grunnskóla Bolungarvíkur
Skólaárið 2019-2020
Kæru nemendur, foreldrar, forráðamenn og starfsmenn Grunnskóla Bolungarvíkur
Skólaárið 2019-2020 er nú lokið og sumarið á næsta leyti. Þegar við horfum yfir skólaárið getum við séð að þrátt fyrir að skólahald hafi verið af skornum skammti í mars og apríl, þá gerðum við margt sem vert er að minnast. Haustdagar okkar einkenndust af skemmtilegum heimsóknum. Við fengum listamenn, leik og tónlistarmenn og rithöfunda sem kynntu nemendum okkar listina. Skólahlaupið var með öðrum hætti en vanalega, ÍSÍ hafði samband og vildi heimsækja Vestfirði þar sem vestfirsk börn hafa verið svo dugleg að taka þátt undanfarin ár. Skólahlaupið var haldið á Ísafirði þar sem allir nemendur á norðanverðum Vestfjörðum söfnuðust saman og hlupu um bæinn. Eftir hlaupið var boðið upp á mjólk og fræðslu frá íslenskum Ólympíuförum. Við héldum skemmtilega þemaviku þar sem nemendur fengu að kynnast norrænni goðafræði betur en bókin býður upp á. Árshátíðin var á sínum stað, allir nemendur skólans tóku þátt í henni á einhvern hátt og það er alveg á hreinu að við eigum ótrúlega hæfileikarík börn hér í Bolungarvík. Þegar skólahald hófst aftur núna í apríl mátti sjá gleði í augum allra, það kom m.a. skýrt fram í ársskýrslum bekkjanna að þetta covid frí var skemmtilegt fyrst, en svo varð það bara leiðinlegt. Nemendur vilja sína rútínu, alveg eins og fullorðið fólk. Þessa síðustu daga hafa nemendur fengið að kynnast umhverfi sínu betur, þó að riginingin hafi aðeins verið að stríða okkur.
Þakklæti
Stjórnendum langar að þakka ykkur öllum, nemendum, foreldrum, kennurum og öðru starfsfólki fyrir skilninginn, þolinmæðina, útsjónarsemina og allt annað sem fylgdi skólastarfinu á meðan að Covid faraldurinn gekk yfir. Við erum ótrúlega þakklát fyrir hvernig starfsfólk hér innanhúss tókst á við sitt starf, vinnudagurinn lengdist hjá mörgum þar sem fyrirspurnir nemenda voru að detta inná hinum ýmsu tímum og kennarara voru að fikra sig áfram í tækninni. En þátttaka nemenda og verkefnaskil voru góð og og fyrir það þökkum við nemendum og heimilum þeirra.
Næsta skólaár
Það verða breytingar á starfsmönnum næsta skólaár. Pálina Jóhannsdóttir ætlar að flytja heim og kenna við Grunnskólann á Ísafirði næsta ár. Við þökkum henni fyrir samstarfið og óskum velfarnaðar á nýjum stað.
Jónas Leifur Sigursteinsson og Helga Svandís Helgadóttir ætla í ársleyfi og við vonum að þau komi reynslunni ríkari til baka. Anna Soffía Sigurlaugsdóttir verður í fæðingarorlofi næsta skólaár. Við óskum þeim öllum einnig velfarnaðar í sínum verkefnum næsta skólaár. Við þökkum líka Sigríðu Jónu Guðmundsdóttur vel unnin störf í mötuneyti skólans en hún lét af störfum núna 1. júni og óskum henni góðs gengis í því sem við tekur.
Við bjóðum velkomna til starfa þær Dagnýju Finnbjörnsdóttur, Guðbjörgu Ebbu Högnadóttur og Salbjörgu Júlíu Þorsteinsdóttur.
Umsjónakennarar næsta skólaár verða:
1. bekkur Elín Elísabet Ragnarsdóttir
2. bekkur Salbjörg Júlía Þorsteinsdóttir
3. bekkur Jóna Guðmunda Hreinsdóttir
4. bekkur Sóley Sævarsdóttir
5. bekkur Dagný Finnbjörnsdóttir
6. bekkur Guðrún Guðfinnsdóttir
7. bekkur Gunnlaugur Gunnlaugsson
8. bekkur Hildur Ágústsdóttir
9. bekkur Guðbjörg Ebba Högnadóttir
10. bekkur Vésteinn Már Rúnarsson
Næsta skólaár ætlum við að gera fáeinar breytingar, meðal annars verður samþætting námsgreina fastur liður í hverri viku þar sem stigin vinna saman eða hver bekkur fyrir sig og viðtölin verða nemendastýrð, það þýðir að nemendur bjóða foreldrum sínum í viðtöl til sín þar sem farið er yfir markmið vetrarins og hvernig vinna skal að þeim.
Sumarlestur
Að lokum langar okkur að minna á lesturinn. Það hefur oft komið fram að niðurstöður fyrstu lestrarprófa nemenda á haustin eru mun verri en þau voru að vori til og það getur tekið einn til þrjá mánuði fyrir nemandann að vinna upp fyrri færni. Því er mikilvægt að öll börn haldi áfram að lesa og /eða hlusta á bækur í sumar. Vð foreldrar þurfum að vera góðar fyrirmyndir, gefa okkur tíma til að hlusta á barnið lesa, lesa fyrir barnið, lesa með barninu og lesa sjálf.
Skólinn hefst
Skóladagatal fyrir næsta skólaár er nú komið inn á heimasíðu skólans, skólinn hefst föstudaginn 21. ágúst. Hefðbundinn skóladagur hefst að skólasetningu lokinni.
Gleðilegt sumar og takk fyrir gott skólaár 2019-2020.