
Delta Kappa Gamma á Íslandi
Félag kvenna í fræðslustörfum
Fréttabréf forseta í mars 2019
Dagarnir eru fjölbreyttir um þessar mundir, stundum finnst manni sem vorið sé að koma en þann næsta brestur á með vetur á nýjan leik. Þannig er lífið víst á Íslandi. Í gærmorgun görgðu mávarnir ,,vorgleðigargið" sitt en í dag heyrist ekkert í þeim.
Það er alltaf nóg að gera hjá DKG-konum og nú er allt að smella saman við undirbúning ráðstefnunnar og hægt að fara að snúa sér að öðru. Þó að ráðstefnan framundan sé okkar stærsta verkefni má ekki gleyma hinum hefðbundnu árstíðabundnu störfum samtakanna. Það styttist nú í landssambandsþing og vonandi getum við birt dagskrá þess fyrir lok marsmánaðar. Uppstillingarnefndin hefur verið að störfum og þar er allt að smella saman. Eins hefur námsstyrkjanefndin fengið nokkrar umsóknir sem hún er að vinna úr og tilkynnt verður um styrkhafa á þinginu. Laganefndin hefur unnið að lagabreytingum og sent stjórninni sínar tillögur og eru þær nú til skoðunar, verða kynntar í næsta fréttabréfi og svo lagðar fram á þinginu.
Ég hvet ykkur eindregið til að taka daginn frá og vera með okkur þann 4.maí í Kvennaskólanum í Reykjavík. Við lofum góðri dagskrá og skemmtilegum félagsskap.
Get connected og fleira frá alþjóðasamtökunum
Frá alþjóðasasmtökunum hafa líka komið hlekkir á kynningarmyndband vegna ráðstefnanna sem verða í sumar. Myndbandið er 10 mínútur og skýrir meðal annars þær breytingar sem eru vegna lagabreytinganna frá því sumar.
https://www.youtube.com/watch?v=nH60FYhM230&feature=youtu.be
Að öðru leyti vil ég hvetja ykkur til að skoða heimasíðu alþjóðasamtakanna af og til, þar eru alltaf einhverjar nýjar upplýsingar. https://www.dkg.org/
Skráningar á ráðstefnuna í sumar
Um 60 konur hafa þegar skráð sig á ráðstefnuna og eru flestar þeirra erlendar. Ég hvet ykkur til að skrá ykkur sem fyrst því eins og ég hef sagt áður er ekki nóg að vera með öflugan undirbúningshóp og flotta fyrirlesara, þá vantar mikilvægasta hópinn sem eru þátttakendur. Skráning fer fram á:
Enn um félagatalið
Og um upplýsingar
Ég minni aftur á að alþjóðsamtökin verða með sérstaka fræðslu fyrir gjaldkera í tengslum við landssambandsþingið og því mikilvægt að þeir mæti allir með tölu.
Hlakka til að hitta ykkur sem flestar 4.maí.
Kveðja úr vorblíðu dagsins.
Jóna